Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.11.2020

Agado ehf hefur lokið verkefninu „Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum“. Í verkefninu var þróaður titringsbúnaður sem miðlar upplýsingum til notanda með titringi. 

Upphaflegi búnaðurinn hafði verið hannaður í H2020 verkefninu Sound of Vision. Í verkefninu var framkvæmd rannsókn sem staðfesti nýja snerti-skynvillu og ákvarðaði möguleika á að nýta hana til að miðla upplýsingum á hagkvæmari máta. Titringsbúnaðurinn var endurbættur þannig að hægt er að stjórna útslagi og tíðni óháð hvort öðru og tíðnisvið hans hefur verið aukið þannig að miðla má upplýsingum á tíðnibilinu 17-1000Hz.

Logo tækniþróunarsjóðs

Þróun verður haldið áfram með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og í samstarfi við Oticon A/S í Danmörku. Oticon framleiðir heyrnartæki og kuðungsígræðslubúnað. Þróunarvinnan verður miðuð að því að bæta upplifun kuðungsígræðsluþega á tónlist með samþættingu raf- og snertiörvunar. Það er, markmiðið er að sneiða framhjá takmörkunum kuðungsígræðslna með því að veita viðbótarupplýsingar í gegnum titring á húð.

HEITI VERKEFNIS: Þróun titringsbeltis til að miðla upplýsingum

Verkefnisstjóri: Rúnar Unnþórsson

Styrkþegi: Agado ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 19.980.000 ISL kr. alls

 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica