Runmaker hugbúnaður - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.11.2020

Runmaker er símaforrit fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Runmaker vinnur með öllum helstu tegundum snjallúra og greinir hjartsláttargögn með nýrri greiningartækni Driftline. Driftline hefur uppgötvað aðferð til að mæla þol með beinum hætti. 

Driftline er tveggja ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að þróun á nýrri greiningartækni fyrir hjartsláttarmælingar í snjallúrum. Greiningartækni Driftline hefur nú hefur verið lögð inn sem einkaleyfisumsókn í samvinnu við einkaleyfastofuna Árnason Faktor.Logo tækniþróunarsjóðs

Markmið verkefnisins var það að þróa og markaðssetja Runmaker appið. Undirmarkmið sneru að greiningartækni, viðmótshönnun, rannsóknum og fjármögnun. Framvinda varð hægari en stefnt var að vegna þess að það tók meira en ár að fullþróa greiningartækni og hjartsláttarmódel Driftline. Notendaprófanir á samvinnu við Háskólann í Reykjavík og ÍAK á Ásbrú gengu vel og renndu vísindalegum stoðum undir virkni Runmaker.

Runmaker var tilbúinn til takmarkaðrar markaðssetningar á Íslandi í tengslum við Reykjavíkurmaraþon en vegna Covid-faraldursins hefur markaðssetningu verið frestað um óákveðinn tíma. Driftline er nú í fjármögnunarferli með fjármögnunarfyrirtækinu Spakur Finance og stefnt er á hlutafjáraukningu á haustmánuðum.

Verkefnið skilaði margþættum vísindalegum og tæknilegum afrakstri:

  • Ný byltingarkennd þekking í þjálfunarlífeðlisfræði

  • Ný greiningartækni fyrir hjartsláttargögn (hjartsláttarmódel Driftline)

  • Fyrsta vísindalega skilgreiningin á þoli (byggir á hlutföllum hraðaþröskulda)

  • Greining hraðaþröskulda úr hjartsláttargögnum (t.d. mjólkursýruþröskuldur)

  • Greining á hámarkspúlsi og hámarkshraða úr léttu þrekprófi

  • Tímavél sem gefur spátíma fyrir allar vegalengdir (byggir á þoli og hámarkshraða)

  • Sjálfvirkt þjálfunarkerfi sem byggir á greiningu notandans (t.d. þoli)

  • Alþjóðleg PCT einkaleyfaumsókn (hliðarverkefni, einnig styrkt af Rannís)

Driftline fékk í sumar úthlutað Vaxtarstyrk Tækniþróunarsjóðs til þess að halda áfram með þróun og markaðssetningu á Runmaker. Forsvarsmenn Driftline vilja koma fram þakklæti til sjóðsins fyrir veittan fjárhagslegan stuðning sem hefur skipt fyrirtækið miklu máli.

Nánari upplýsingar er að finna á www.runmaker.co

Heiti verkefnis: Runmaker hugbúnaður
Verkefnisstjóri: Agnar Steinarsson
Styrkþegi: Driftline ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica