Örmælir - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.10.2022

Verkefnið felst í hönnun og þróun á tæki (Örmæli) sem mælir vökvamagn í míkrólítrum, eða mjög lítið rúmmál. 

Vísindamenn nota Örmæli á rannsóknarstofu, en tækið gerir þeim kleift að fylgjast með vökvarúmmáli í verkferlum sem krefjast þess að vökvarúmmál sé hárnákvæmt. Ef svo er ekki, er hætta á endurtekningum sem fela í sér aukinn kostnað vegna efnis, vinnu og tíma. Tækið gagnast við krabbameinsrannsóknir, rannsóknir á fóstrum í tengslum við hjartagalla og á ýmsum sjálfsónæmissjúkdómum svo dæmi séu tekin. Rannsóknaraðferðir sem Örmælir gagnast við eru t.d. örplötumælingar (Micro Array Analyses), ELISA rannsóknir og raðgreiningar (PCR) svo eitthvað sé nefnt.Logo tækniþróunarsjóðs

Allar þær niðurstöður sem hafa fengist á styrktímabilinu verða notaðar í áframhaldandi þróun á Örmæli. Logo, litir, letur, heimasíða markaðsgreining og þeir aðrir fjölmörgu þættir sem Tækniþróunarsjóður hefur gert teymi Örtec kleift að framkvæma munu án efa styrkja fyrirtækið í áframhaldandi vinnu og er vegur fyritækisins greiðari eftir að hafa hlotið Sprota styrk.

HEITI VERKEFNIS: Örmælir

Verkefnisstjóri: Sunna Björg Skarphéðinsdóttir

Styrkþegi: Örtec

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Þetta vefsvæði byggir á Eplica