Tækifæri til sóknar á sviði bláa hagkerfisins með evrópskum samstarfsaðilum

24.2.2022

Um er að ræða fyrirtækjastefnumót og viðburð á vegum Uppbyggingarsjóðs EES sem haldinn er í Aþenu Grikklandi og rafrænt dagana 10. og 11. maí nk.

Viðburðurinn er fyrir öll þátttökuríki Uppbyggingarsjóðs EES sem leggja áherslu á bláa hagkerfið en löndin eru; Ísland,  Noreg, Grikkland, Búlgaría, Króatía, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Portúgal, Rúmenía og Slóvakía.

Áhersluatriði viðburðarins eru fjögur:

  1. Grænar skipasamgöngur (þ.á.m. rafvæðing skipaflota)
  2. Snjallhafnir
  3. Vindmyllur á hafi
  4. Bláa lífhagkerfið / þörungaframleiðsla

Mynd: Innovation NorwayViðburðurinn verður bæði á staðnum og rafrænt og stefnt er að því að um 200 þátttakendur frá fyrirtækjum, nýsköpunarklösum, rannsakendum, opinberum stofnunum og öðrum hagaðilum taki þátt.

Rafræn þátttaka er ókeypis en veittir verða allt að 20 ferðastyrkir fyrir þátttakendur frá Íslandi.

Umsóknarfrestur til þátttöku á staðnum er til 31. mars nk. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá viðburðarins frekar og lýsa yfir áhuga sinn á þátttöku:

Nánari upplýsingar og skráning

Jafnframt er vakin athygli á því að opið er fyrir umsóknir á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar með samstarfsaðilum í Grikklandi:

Pre-announcement! Greece, The 3rd Call for Proposals on Green Innovation, ICT and Blue Growth (innovasjonnorge.no)

Upplýsingamyndband um nýsköpunar- og viðskiptaáætlanir Uppbyggingarsjóðs EES:Information Webinar 


Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins til samstarfsleitar á vegum Uppbyggingarsjóðs EES:

Skráning í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins (Partnership opportunities in Iceland)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica