Skólar á Norðurlöndum á tímum Covid - hvað höfum við lært?

9.2.2022

Þann 17. febrúar nk. frá 14:00 -16:00 standa og NordForsk og QUINT (Quality in Nordic Teaching) fyrir málþingi á netinu þar sem sjónarhorn norrænna vísindamanna, stjórnmálamanna, leiðtoga launþegahreyfinga og skólastjórnenda verða rædd í ljósi heimsfaraldurs.

Heimsfaraldur COVID-19  hefur haft djúpstæð áhrif á skóla, kennara og nemendur um allan heim. 

Hvernig hafa Norðurlöndin tekist á við þessa áskorun? Hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi? Hvað hefur hvert land lært og hvað getum við lært hvert af öðru? 

Stefnumótendur, rannsakendur og skólastjórnendur og fleiri munu deila skoðunum sínum og endað á pallborðsumræðum.


Viðburðinum er streymt, fer fram á ensku og er öllum opinn.

Meðal fyrirlesara eru Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri og Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands sem situr í pallborði.

Nánari dagskrá og hlekkur á streymi









Þetta vefsvæði byggir á Eplica