NordForsk

Fyrir hverja?

NordForsk er stofnun sem er rekin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. NordForsk veitir styrki til norrænnar samvinnu á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða.

Til hvers?

Markmið NordForsk er að stuðla að auknu rannsóknasamstarfi Norðurlandanna og tryggja gæði, árangur og skilvirkni norræns rannsóknasamstarfs.

Umsóknarfrestir

NordForsk auglýsir umsóknarfresti sérstaklega fyrir hverja áætlun og samstarfsverkefni.

Hvað er NordForsk?

NordForsk er stofnun sem er rekin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. NordForsk veitir styrki til norrænnar samvinnu á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða.

Hvert er markmiðið?

Markmið NordForsk er að stuðla að auknu rannsóknasamstarfi Norðurlandanna og tryggja gæði, árangur og skilvirkni norræns rannsóknasamstarfs, og stuðla þannig að því að Norðurlöndin verði í fararbroddi í rannsóknum og nýsköpun.

Stefna NordForsk, forgangsatriði og áætlun fyrir 2019–2022 .

Höfuðstöðvar NordForsk eru í Osló, eins og systurstofnanirnar Nordic Innovation og Nordic Energy Research.

Hverjir geta sótt um?

Rannís tekur þátt í eftirfarandi áætlunum á vegum NordForsk, fyrir hönd íslensks vísindasamfélags:

NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum norrænu rannsóknasjóðanna. Auglýst hefur verið eftir umsóknum þrisvar á vegum NOS-HS frá árinu 2008. NOS-HS hefur einnig staðið fyrir styrkjum til að standa straum af kostnaði vegna  vinnufunda, eða sk. Exploratory Workshops

NOS-M er samstarfsvettvangur í heilbrigðisvísindum á vegum norrænu rannsóknasjóðanna. Tilgangur samstarfsins er að samræma og efla rannsóknir í heilbrigðisvísindum á Norðurlöndum. Auk Norðurlandanna er áheyrnarfulltrúum frá NordForsk, Norrænu ráðherranefndinni, Eistlandi, Lettlandi og Litháen boðið að taka þátt í NOS-M samstarfinu.

Norrænt samstarf í heilsu og velferð: NordForsk stendur fyrir norrænni samstarfsáætlun á sviði heilsu og velferðar, The Nordic Programme on Health and Welfare. Áætlunin er til fimm ára, hún  heyrir undir Nordforsk og er tilgangur hennar að styrkja samnorræn rannsóknarverkefni og rannsóknainnviði í heilbrigðisvísindum. Unnið er með fjóra þætti: 1) Heilsu og velferð á Norðurlöndunum, 2) Rafræna innviði í heilbrigðisþjónustu og rannsóknum, 3) Norrænt samstarf  varðandi geymslu og söfnun lífssýna (BBMRI Nordic) og 4) Rannsóknadrifna nýsköpun.

Nordic Marine Innovation er norræn rannsókna- og nýsköpunaráætlun sem er fjármagnað af Nordic Innovation og samkeppnissjóðum á Norðurlöndum. Meginmarkmið er að auka samstarf norræna fyrirtækja til verðmætasköpunar á sviði sjávarútvegs og fiskeldis. Átta verkefni hlutu stuðning. Þar af eru sjö með íslenskri aðild. Öll verkefnin munu hefjast 2015. Alls verða íslensku verkefnin styrkt um 12 m. NOK. Tækniþróunarsjóður leggur til 1.5 m. NOK til áætlunarinnar.

Nordic Innovation: Tækniþróunarsjóður er í samstarfi við Norrænu nýsköpunarstofnunina, Nordic Innovation, í tveimur verkefnum, annars vegar PP&I in Health: Public Procurement and Innovation in Health, sem verkefni til að stuðla að nýsköpun og nýjum lausnum í heilbrigðisgeiranum, og hins vegar Nordic Built sem er verkefni um þróun sjálfbærra bygginga.

Norrænt samstarf um samfélagslegt öryggi: NordForsk stendur fyrir norrænni samstarfsáætlun á sviði samfélagslegs öryggis, The Nordic Societal Security Programme. Áætlunin er þverfagleg rannsóknaráætlun sem hefur það að markmið að hlúa að búa til nýja þekkingu og verklagi í því skyni að auka samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum. Áætluninni var ýtt var úr vör árið 2013 og er unnin í samstafi NordForsk, RANNÍS, finnsku akademíunnar, Almannavarnastofnunar Svíþjóðar (MSB), Norska rannsóknaráðsins  (The Research Council of Norway) og Almannavarnastofnunar Noregs (DSB). Samfélagslegt öryggi vísar til getu samfélags að viðhalda grunnvirkni sinni og tryggja öryggi, líf, heilsu, grunnþarfir  og gildi borgara í kjölfar áfalla. 

Hlutverk Rannís

Rannís veitir upplýsingar um áætlanir og samstarf á vegum NordForsk, en ber ekki ábyrgð á mati umsókna eða greiðslu styrkja.

Nánari upplýsingar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica