Uppbyggingarsjóður EES í Grikklandi auglýsir eftir umsóknum
Um er að ræða annan áfanga í áætluninni Business Innovation Greece sem miðar að því að þróa og örva samstarf Grikklands við Ísland, Liechtenstein og Noreg.
Umsóknarfrestur er um miðjan júní 2022 (nákvæm dagsetning verður tilkynnt síðar) og heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 8.500.000 evrur og hvert verkefni getur verið á bilinu 50.000 til 1.500,000 evra.
Áætlunin leggur áherslu á eftirfarandi þætti:
- Grænar lausnir
- Bláa hagkerfið
- Upplýsingatækni
Frekari upplýsingar um umsóknarfrest
Vakin er athygli á að vefviðburður vegna útboðsins fer fram þann 10. mars nk:
Skráning og nánari upplýsingar um vefviðburð
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins til samstarfsleitar á vegum Uppbyggingarsjóðs EES:
Skráning í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins (Partnership opportunities in Iceland)