NOS-HS auglýsir eftir umsóknum um vinnusmiðjur

8.3.2022

NOS-HS, samstarfsnefnd norrænna rannsóknaráða á sviði hug- og félagsvísinda, býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja. Umsóknarfrestur er 28. apríl 2022.

  • Gj7ekdky_1646670272355

NOS-HS auglýsir eftir umsóknum um vinnusmiðjur á styrktímabilinu 2023-24. Rannsakendur sem starfa að rannsóknum í hug- og félagsvísindum og skyldum greinum geta sótt um styrk. Rannsakendur frá að minnsta kosti þremur Norðurlöndum skulu koma hverri umsókn, þar sem skipulagðar eru tvær til þrjár vinnusmiðjur í röð. Styrktímabilið er 2023 og 2024. Þátttökulönd geta í mesta lagi orðið fimm.
Norðurlönd eru skilgreind sem Álandseyjar, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð.

Markmið styrkjanna fyrst og fremst að stuðla að samvinnu og þróun nýrra rannsóknasviða og verkefna innan hug- og félagsvísinda á Norðurlöndunum. Markmiðið er einnig að ýta undir þátttöku og þjálfunar ungra fræðimanna og aðila utan háskólasamfélagsins á sviði hug- og félagsvísinda. Þá styrkir það umsóknir ef vinnustofur styðja þátttöku norrænna rannsakenda í stórum alþjóðlegum áætlunum (t.d. Horizon Europe); það ætti hins vegar ekki að vera eini tilgangur þeirra.

Hægt er að sækja um styrk fyrir kostnaði við skipulagningu vinnusmiðjanna og dreifingu niðurstaðna. Styrkurinn er ekki ætlaður til að standa straum af rannsóknum; heldur ekki til hefðbundins ráðstefnuhalds eða námskeiða fyrir framhaldsnema.

Niðurstaða um styrktar vinnusmiðjur mun liggja fyrir í nóvember 2022.

Umsóknarfrestur rennur út 28. apríl 2022 kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Nánari upplýsingar á vef NordForsk .

Þetta vefsvæði byggir á Eplica