Fyrir hverja?
Fyrir þá sem stunda rannsóknir í hug- og félagsvísindum.
Tilgangur NOS-HS er að stuðla að samstarfi hug- og félagsvísindamanna á Norðurlöndunum.
Frestur fyrir umsóknir um rannsóknaverkefni er opinn til 15. nóvember 2022, kl. 12:00 (að íslenskum tíma). Sjá auglýsingu á vef NOS-HS og grein um framtakið hér .
Frestur fyrir umsóknir um vinnusmiðjur var 28. apríl 2022.
NOS-HS er samstarfsvettvangur í hug- og félagsvísindum á vegum fjármögnunaraðila rannsókna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Frá og með 2022 er NOS-HS rekið undir hatti Nordforsk.
NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja, eða sk. Workshops. Rannsakendur sem starfa að rannsóknum í hug- og félagsvísindum og skyldum greinum geta sótt um styrk.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Nordforsk .