Upplýsingadagar og tengsla­ráðstefna Horizon Europe

11.10.2021

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verða haldnir 25.-29. október í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði Stafrænnar tækni, iðnaðar og geimsHeilbrigðisvísinda og Fæðuöryggis, lífhagkerfis, landbúnaðar og umhverfismála. #HorizonEu

Rannís vekur athygli á rafrænum upplýsingadögum, tengslaráðstefnu og fyrirtækjastefnumóti fyrir styrkumsóknir í eftirfarandi málaflokka innan Horizon Europe:

Markmið viðburðanna er að veita upplýsingar um komandi umsóknarfresti í Horizon Europe, og mun Framkvæmdastjórn ESB svara spurningum umsækjenda um köllin (e. call for proposals). Einnig fara fram tengslaráðstefnur (e. brokerage) þar sem að áhugasömum umsækjendum gefst tækifæri að komast í kynni við aðra mögulega umsækjendur með það að markmiði að setja saman samstarfshóp um umsóknirnar. Lágmarks þriggja landa samstarf er nauðsynlegt fyrir umsóknir í Horizon Europe. Þátttaka er ókeypis og opin fræðimönnum, sérfræðingum og fyrirtækjum í málaflokknum. Jafnframt er oft óskað eftir í samstarf sérfræðingum og fyrirtækjum á sviði vísindamiðlunar, tækni- og hugbúnaðarlausna, frá hug- og félagsvísindagreinum, félagasamtökum og sveitafélögum, Rannís veitir frekari upplýsingar um þessa viðburði og umsóknir í Horizon Europe. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica