Dagur íslenskrar tungu er í dag
Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember ár hvert sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Við óskum landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Um leið viljum við benda á þrjá sjóði í umsýslu Rannís sem hafa það að markmiði að efla og vernda íslenska tungu.
Markáætlun í tungu og tækni
Hlutverk Markáætlunar í tungu og tækni er annars vegar að vernda og efla íslenska tungu, og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbóta almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.
Íslenskukennsla fyrir útlendinga
Markmiðið sjóðsins er að gefa öllum sem búsettir eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í Þjóðskrá, tækifæri á að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi.
Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku
Markmiðið er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.