Seinni úthlutun Hljóðritasjóðs 2021

1.11.2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2021.

Umsóknarfrestur rann út 15. september 2021. Alls bárust 147 umsóknir frá mismunandi greinum tónlistar. Sótt var um rúmlega 111 milljónir króna en fimmtán milljónir voru til úthlutunar.

Samþykkt var að veita 15 milljónum kr. til 50 hljóðritunarverkefna, sem eru þriðjungur umsókna. Þau verkefni sem lagt er til að styrkja að þessu sinni sóttust eftir um 38 milljónum króna samtals en fengu 15 milljónir eða um 39% þeirra fjárhæðar sem óskað var eftir.

Skiptast styrkveitingar þannig:

  • 31 styrkir til ýmis konar rokk, hip-hop og popp verkefna í afar víðum skilningi,
  • 13 styrkir til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga,
  • 6 styrkir til fjölbreyttra djass verkefna.

Seinni helmingi af framlagi til sjóðsins er ráðstafað nú í seinni úthlutun ársins og hefur þá verið veitt í heild 30 milljónum úr sjóðnum 2021.

Hljóðritunarsjóður styrkir aðeins verkefni til hljóðritunar á nýrri íslenskri tónlist. Stjórn sjóðsins veitir ekki framhaldsstyrki til hljóðritunarverkefna sem þegar hafa verið styrkt af sjóðnum eða áður styrkt af Tónlistarsjóði.

Samþykktar styrkupphæðir nú voru á bilinu 100.000 til 650.000 króna.

Listi yfir styrkþega:

Nafn umsækjanda póst númer Titill Stutt lýsing Úthlutuð upphæð í kr.
Alda Music ehf. 101 Anna Richter EP Anna Richter er ung og upprennandi tónlistarkona og er nýflutt heim til Íslands. Lagið 700 Days er komið út og EP plata með 5 lögum kemur út í febrúar 2022. 200.000
Alda Music ehf. 101 superserious EP Fyrsta útgáfa nýrokksveitarinnar Superserious. EP-ið inniheldur 6 ný lög. Platan kemur út í nóvember 2021. 250.000
Alda Music ehf. 101 Countess Malaise - breiðskífa II Countess Malaise, eða Dýrfinna Benita,
Nú er komið að breiðskífu númer tvö og er útgáfa fyrirhuguð haustið 2021.
250.000
Alda Music ehf. 101 Tara Mobee EP Fyrsta EP plata Töru Mobee, með 5 nýjum lögum frá söngkonunni. EP platan kemur út á streymisveitum í febrúar 2022. 300.000
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir 701 Önnur plata Aldísar Fjólu Önnur plata Aldísar Fjólu verður tekin upp í lifandi flutningi hljómsveitar hennar í Stúdíó Bambus í Garðabæ. 300.000
Antifon ehf 210 The Gospel of Mary Upptaka á óratoríunni The Gospel of Mary eftir Huga Guðmundsson í flutningi Schola Cantorum og Aarhus Sinfonietta undir stjórn Harðar Áskelssonar. 400.000
Arnór Sigurðarson 270 Hljómplata Stormsveitarinnar Tólf laga hljómplata með Stormsveitinni, sem er rokkkarlakór sem hefur starfað í tíu ár. Útgáfa ´ hljómplötu með tólf frumsömdum lögum þar sem melódýsk þungarokkstónlist verður leikin. 200.000
Árni Freyr Jónsson 200 London Orange - On To Better Things London Orange er nýtt íslenskt indie-rokk tríó . Sveitin lauk nýlega við lagasmíðar á sinni fyrstu plötu og stefnir á upptökur haustið 2021. 100.000
Árný Margrét Sævarsdóttir 400 They Only Talk About The Weather They Only Talk About the Weather er fyrsta plata Árnýjar Margrétar með 12 frumsömdum lögum við eigin texta. Lögin eru tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði 400.000
Baldvin Snær Hlynsson 203 Motive Motive er djassplata sem inniheldur átta ný verk eftir Baldvin Hlynsson. Verkin eru innblásin af kvikmyndatónlist, sígildri tónlist, rokktónlist og raftónlist en eru útsett fyrir djass sextett og strengjakvartett. 250.000
Bang ehf 105 DoD Ný tónlist við klassíska kvikmynd. Tónlistin er flutt við sýningu myndarinnar og einnig gefin út á stafrænu formi, mögulega vinyl. 600.000
Birgir Steinn Stefánsson 221 EP-plata 6 laga EP plöta, sem út kemur haustið 2022. Lög plötunnar verða öll frumsamin. 350.000
Birta Rós Sigurjónsdóttir 230 Holdgerfingur Hamingjunnar Holdgerfingur hamingjunnar er fyrsta EP plata listakonunnar Duld 200.000
David Berndsen 101 Berndsen - Maximum Emergency Maximum Emergency er fjórða breiðskífa Berndsen sem

sækir nú innblástur sinn í hráan tónlistarstíl frá skandinavískri nýbylgju.
300.000
Elín Sif Halldórsdóttir 108 Elín Hall - EP Fimm laga stuttskífa. Elín kafar dýpra inn í sinn eigin hljóðheim þar sem hver texti er angurvær saga. 250.000
Eygló Höskuldsdóttir Viborg 104 Silfra Upptaka og útgáfa á strengjakvartettinum Silfra eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg. Upptöku mun stjórna Þorgrímur Þorsteinsson og flutningur verður í höndum Cauda Collective. Upptaka mun fara fram í Skálholtskirkju. 200.000
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir 600 Kjass - Bleed´n Blend Bleed´n Blend er önnur plata listakonunnar Kjass. Hér kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki. 300.000
Franz Gunnarsson 110 Ensími - breiðskífa 6 Sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar Ensími. Platan mun bera höfundareinkenni sveitarinnar ásamt því að koma hlustendum á óvart þar sem hljómsveitin kveður á við nýja tóna. 350.000
Friðrik Jóhann Róbertsson 170 Mixskífa Flona 2021 18 mínútna mixskífa úr smiðju Flona. 350.000
Friðrik Margrétarson Guðmundsson 101 Ekkert er sorglegra en manneskjan Hljóðritun á óperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar-Guðmundsson til útgáfu. 400.000
Guðmundur Steinn Gunnarsson 107 Stífluhringurinn Vönduð stúdíóupptöka af hinu tvíþætta verki Stífluhringurinn 250.000
Gyða Valtýsdóttir 101 OX Ox er 4. breiðskífa Gyðu Valtýsdóttur og önnur plata hennar sem inniheldur eingöngu verk eftir hana sjálfa. 650.000
Helga Soffía Ólafsdóttir 225 HEÍA - EP PLATA Fyrsta útgáfa tónlistarkonunnar HEÍA. 5-6 laga plata með frumsömdu efni í popp- og R'n'B stíl. 200.000
Helgi Rafn Ingvarsson ERL Helgi Ingvarsson: 5 tónverk um söknuð og íslenska náttúru Upptökur á 5 tónverkum eftir Helga Rafn Ingvarsson tónskáld fyrir EP plötuna „Helgi Ingvarsson: 5 tónverk um söknuð og íslenska náttúru“. 250.000
Hjómsveitin DEMO 230 Neistar - Stuttskífa Neistar fyrsta stuttskífa hljómsveitarinnar DEMO með 5 indie-popp/rokk lögum. Allir textar plötunnar eru á íslensku. 100.000
Hærra ehf. 220 Snowblind Snowblind er fjórða breiðskífa Ásgeirs sem sýnir á sér nýja hlið með rafskotnu gítar- og píanópoppi, einhvers konar nútíma Fleetwood Mac með dassi af Atoms for Peace og Arca. 650.000
Inga Birna Friðjónsdóttir 104 Modular Heart EP plata Samstarfsverkefni Blankiflúr og Jerald Copp 4-5 laga EP plata 300.000
Jón Anton Speight 225 Hlustaðu á ljósið - sönglög eftir John Antony Speight Hljóðritun og stafræn útgáfa á nýjum sönglögum eftir John Anthony Speight 300.000
Katrín Helga Andrésdóttir 107 Endalaus Vellíðan Önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Ultraflex. Angurværar poppballöður innan um tilraunakenndan saxafónleik, reif-trommutakta og diskó glimmer. 200.000
Kór Langholtskirkju 104 Messa eftir Magnús Ragnarsson Messa í fimm þáttum eftir Magnús Ragnarsson fyrir kór án undirleiks, samin árið 2021. 300.000
Laufey Sigurðardóttir 101 Svíta fyrir einleiksfiðlu Tónsmíðin er svíta fyrir einleiksfiðlu eftir Snorra Sigfús Birgisson, samin sérstaklega fyrir Laufeyju árið 2020. 250.000
Látún útgáfa, félagasamtök 200 Hljómsveitin Látún - Önnur plata Hljómsveitin Látún tekur upp aðra hljóðversplötu sína. 250.000
Logi Pedro Stefánsson 105 Platan Steiney Platan Steiney, 400.000
Lupus sf. 110 Fjórða hljóðversplata Úlfur Úlfur Úlfur Úlfur vinnur nú að sinni fjórðu breiðskífu og fagnar 10 ára starfsafmæli. Hljóðheimurinn er stór og fjölbreyttur líkt og á fyrri verkum en heilsteyptari, bjartari og jafnvel djarfari en áður. 300.000
Maria Carmela Raso 105 Wake up, we're disappearing Wake up, we're disappearing er fjórða plata frost-popp tónlistarkonunnar MSEA, en sú fyrsta í fullri lengd. Á plötunni tekur hún kyrrðinni og grámanum opnum örmum. 300.000
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. 104 Ljóð fyrir loftslagið „Ljóð fyrir loftslagið“ var þema Óperudaga 2019. Um 400 börn sendu ljóð um náttúruna, framtíðarsýn sín og drauma í ljóðakeppni hátíðarinnar. Í kjölfarið voru nokkur ung norræn tónskáld fengin til að semja verk við ljóðin og önnur norræn barnaljóð. Nýju verkin verða frumflutt og hljóðrituð í haust. 300.000
Pétur Grétarsson 108 Spunaskúrir Hljóðritun tónlistar eftir Kjartan Valdemarsson, Óskar Guðjónsson og Pétur Grétarsson. Tónlistin byggir á vikulegum tónlistarlegum stefnumótum og spunasmiðju þeirra þriggja síðastliðið ár. 250.000
Pétur Óskar Sigurðsson 110 Legend of the three Stars Fyrsta EP - plötunni Legend of the three Stars með 5 lögum. 250.000
Pétur Örn Guðmundsson 110 Sólóplata Péturs Arnar Fyrsta sólóplatan, lög og textar eftir Pétur 400.000
Rafnar Orri Gunnarsson 640 VODA Verkið VODA er fyrsta platan sem Rafnar gefur út með 6 tónverkum, 6 myndlistarverkum og 6 videoverkum. Verkið er samsett af fjölbreyttum formum mannsandans og flutt í litríkum útsetningum. 200.000
Rebekka Blöndal 220 Plata (heiti í vinnslu) Fyrsta plata Jazz söngkonunnar Rebekku. Platan samanstendur af frumsömdum lögum í jazz stíl. Meðleikarar Rebekku eru Ásgeir J. Ásgeirsson, Sigmar Þór
Matthíasson og Matthías Hemstock. Útgefandi Smekkleysa.
200.000
Sólborg Guðbrandsdóttir 230 REWIND stuttskífa með SUNCITY Upptaka og útgáfa á stuttskífunni REWIND 250.000
Stefán Hilmarsson 200 Sólóplata 2022 Safn nýrra upptakna á næsta ári/plata. 10 lög, flest eru frumsamin fyrir verkefnið, mínar smíðar, en mun þó njóta fulltingis fleiri höfunda. 650.000
Stjörnusambandsstöðin ehf. 220 Valdimar syngur fyrir börnin Hugljóf barnaplata Valdimars Guðmundssonar með nýjum frumsdömdum lögum og texta, samin í samvinnu við Braga Valdimar Skúlason og Guðmund Kristinn Jónsson upptökustjóra. 400.000
Torfi Ólafsson 221 Torfi Ólafsson 18 ný tónverk -instrumental 18 ný gítarlög samin og hljóðrituð (nóv 21 til feb 22) eftir Torfa Ólafsson lagahöfund og gítarleikara. 150.000
Una Stefánsdóttir 108 Stef og stökur: ný íslensk jazzplata Ný, íslensk jazzplata með lögum og textum eftir Stefán S. Stefánsson í flutningi söngkonunnar Unu Stef ásamt jazzkvartett. 300.000
Valdís Valbjörnsdóttir 500 VALDIS Útgáfa á eigin efni. 150.000
Veigar Margeirsson 200 Inner Circle Fyrsta sólóplata Veigars 'Inner Circle' með 8 frumsömdum verkum flutt af rytmasveit og SinfoniaNord. Instrumental, með "cinematic" og "jazz- skotnu" yfirbragði. 400.000
Vigdís Hafliðadóttir / FLOTT 105 Fyrsta breiðskífa FLOTT Upptaka á 8 laga plötu sem mun bera heitið „Meira ruglið“. 300.000
Volcanova 300 Cosmic Bullshit - Volcanova EP Cosmic Bullshit er önnur plata hljómsveitarinnar Volcanova. Platan kemur út á vegum sænska plötuútgefandans The Sign Records og inniheldur 6 lög. 150.000

*Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica