Stafræn tækifæri fyrir Ísland með nýju DIGITAL Europe áætluninni

25.11.2021

DIGITAL Europe er ný styrkjaáætlun ESB sem leggur áherslu á að auka aðgengi að stafrænni tækni til fyrirtækja, einstaklinga og opinberra aðila. Í tilefni þess að fyrstu köllin hafa verið birt, bjóða Rannís og fjármála- og efnahagsráðuneytið til kynningar á áætluninni og tengdum stafrænum tækifærum fyrir íslenska aðila þann 2. des. nk.

Kynningin mun fara fram í Grósku og í streymi 2. desember 2021, kl. 15-16. Fyrst munu verða nokkrar stuttar kynningar í stóra salnum og í framhaldi af því boðið upp á léttar veitingar og spjall.

Dagskrá:

  • 15:00 Stafræn tækifæri: Einar G. Guðmundsson - fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • 15:10 Digital Europe: Katrín Jónsdóttir og Hannes Ottósson - Rannís
  • 15:20 European Digital Innovation Hubs: Sigríður Valgeirsdóttir – atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • 15:30 Ofurtölvur: Kristján Hafsteinsson, Origo
  • 15:40 Gervigreind: Kristinn R. Þórisson - Vitvélastofnun
  • 15:50 Netöryggi: Theódór R. Gíslason - Syndis
  • 16:00 Léttar veitingar og spjall

Stafræn tækni og innviðir gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar og viðskiptum. DIGITAL Europe er ætlað að brúa bilið milli rannsókna og þróunar og stafrænna afurða.

Áætlunin mun veita stefnumótandi fjármögnun og stuðning við verkefni á fimm lykilsviðum:

MyndDEP

Áætluð heildarfjárveiting áætlunarinnar er 7,6 milljarðar evra og miðar að því að móta stafræna umbreytingu Evrópu og mun skila ávinningi fyrir alla, en sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Bætist þessi fjármögnun við það sem þegar er í boði í gegnum aðrar áætlanir ESB, svo sem Horizon Europe áætlunina um rannsóknir og nýsköpun og Connecting Europe Facility fyrir stafræna innviði, svo eitthvað sé nefnt. Digital Europe nær til áranna 2021-2027, í takt við Horizon Europe og aðrar áætlanir ESB. Nánari upplýsingar um DIGITAL Europe áætlunina.

Fjöldi þátttakenda á staðnum mun miða við sóttvarnatakmarkanir. Við hvetjum þátttakendur til að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Vinsamlegast skráið þátttöku!

Opna skráningarform í nýjum glugga


Tengill á kynningarfundinn verður sendur daginn fyrir á skráða þátttakendur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica