Ný skýrsla um þátttöku Íslands í samstafsáætlunum ESB 2014-2020

23.12.2021

Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um árangur Íslands í þeim fjórum áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, á sviði rannsókna- og nýsköpunar, Erasmus+ og European Solidarity Corps á sviði menntunar, æskulýðsmála og sjálfboðastarfa og Creative Europe í kvikmyndum og menningu.

Þetta er þriðja útgáfa samantektarinnar sem var fyrst gefin út árið 2017. Tilgangur hennar er að veita yfirlit um samstarfið og árangurinn af þátttöku Íslands í áætlununum. Leitast er við að koma á framfæri upplýsingum sem nýtast annars vegar íslenskum stjórnvöldum og hagaðilum við stefnumótun og skipulag og hins vegar almenningi í landinu sem hyggur á Evrópusamstarf á komandi árum. 

Hér eru fyrst teknar saman heildarupplýsingar um þróunina frá upphafi þátttöku Íslands í áætlununum og gerð grein fyrir styrkveitingum til Íslands og kostnaði Íslands vegna þátttökunnar. Fjallað er um árangur af sókn í þær áætlanir sem spanna tímabilið 2014-2020 og sett fram dæmi til að skýra betur í hverju ávinningur af þátttökunni felst.

Um er að ræða uppfærða lokaútgáfu en í apríl 2021 komu út drög að skýrslunni.

Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins (pdf)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica