Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe - félags- og hugvísindi (Culture, Creativity and Inclusive Society)

29.11.2021

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 7. og 8. desember nk. í tengslum við Horizon Europe umsóknir á sviði félags- og hugvísinda (Culture, Creativity and Inclusive Society).

Rannís vekur athygli á rafrænum upplýsingadögum og tengslaráðstefnu fyrir styrkumsóknir í áætluninina Félags- og hugvísinda sem er undir Stoð 2 - Áskoranir og samkeppnishæfni.

Þátttaka er ókeypis og opin fræðimönnum, sérfræðingum og fyrirtækjum í málaflokknum. Rannís veitir frekari upplýsingar um þessa viðburði og umsóknir í Horizon Europe.

Markmiðið er að upplýsa áhugasama umsækjendur um vinnuáætlun áætlunarinnar en ekki síst að gefa mögulegum umsækjendum tækifæri á að komast í kynni við aðra umsækjendur með það að markmiði að setja saman samstarfshóp um umsóknirnar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica