Tækifæri fyrir félags- og hugvísindafólk innan Horizon Europe

20.2.2023

Nýlega var gefið út yfirlitsskjal yfir öll köll í Horizon Europe vinnuáætluninni fyrir 2023-24 þar sem farið er fram á aðkomu hug- og félagsvísinda í verkefnum. 

Í skjalinu er að finna tækifæri fyrir hug- og félagsvísindafólk að taka þátt í Horizon Europe verkefnum í öllum hlutum áætlunarinnar. Skjalið er hannað til að aðstoða hugsanlega umsækjendur að finna efni innan félags- og hugvísinda í mismunandi hlutum Horizon Europe vinnuáætlananna 2023-2024. 

Horizon Europe stefnir að því að samþætta félags- og hugvísindi (SSH) að fullu í hverjum hluta áætlunarinnar. 

Skjalið má finna á heimasíðu Net4Society: Opportunities for researchers from the Social Sciences and Humanities (SSH) in Horizon Europe








Þetta vefsvæði byggir á Eplica