Þrjár vefstofur Horizon Europe
Vefstofurnar eru haldnar 11. maí, 24. maí og 8. júní 2023. Ekki er þörf á skráningu og þær eru einkum ætlaðar verkefnisstjórum, þátttakendum og öðrum aðilum sem taka þátt í eða tengjast styrktum verkefnum.
Vefstofurnar eru öllum opnar en einkum ætlaðar verkefnisstjórum, þátttakendum og öðrum aðilum sem taka þátt í eða tengjast styrktum verkefnum.
Ekki er þörf á skráningu heldur er hægt að tengjast vefstofunum beint með því að smella á viðkomandi vefslóð.
Vefstofurnar eru:
Vefstofa 1:
Titill: Fjármálanámskeið í "lump sum" aðferðinni innan Horizon Europe, hvernig virkar hún og hvernig á að skrifa umsókn? (Lump Sum Funding in Horizon Europe: How does it work? How to write a proposal?)
Fyrir: Umsækjendur og styrkþega (Applicants and beneficiaries who are or will be involved in lump sum grants)
Dagsetning: 11. maí 2023 kl. 8:00 - 10:00 (10:00 - 12:00 CEST)
Vefstofa 2:
Titill: Upplýsingafundur um Horizon Results Booster (Info session on Horizon Results Booster – steering research towards a strong societal impact)
Dagsetning: 24. maí kl. 08:00 - 10:30 (10:00 - 12:30 CEST)
Vefstofa 3:
Titill: Stjórnun styrkja innan Horizon Europe (Coordinators' Day on Horizon Europe Grant Management)
Dagsetning: 8. júní kl: 07:30 - 11:00 (09:30 - 13:00 CEST)