Rafræn kynning á tækifærum innan Horizon Europe - klasa 5

16.5.2023

Tækifæri innan klasa 5 - loftslagsmál, orka og samgöngur verða kynnt á rafrænum viðburði 30. maí næstkomandi, kl 11:00-14:30 að íslenskum tíma.

Viðburðurinn er skipulagður af GREENET og er áhersla lögð á að kynna fjölbreytt tækifæri fyrir þau er stefna á eða hafa hug á að skila inn umsóknum í klasa 5.  

Kynningin er opin aðilum frá háskólum, rannsóknarstofnunum, opinberum stofnunum, fyrirtækjum og lögaðilum.

Opnað var fyrir umsóknir 4. maí síðastliðinn: 

Nauðsynlegt er að skrá sig og er opið fyrir skráningar til 29. maí. Teams hlekkur verður sendur eftir skráningu.

Nánari upplýsingar og skráning

In English

Þetta vefsvæði byggir á Eplica