Undirbúningsstyrkur Nordplus – tungumálaætlunar. Umsóknarfrestur framlengdur til 15. nóvember 2018

15.10.2018

Umsóknarfrestur um styrki til undirbúningsheimsókna vegna Nordplus Sprog, tungumáláætlunarinnar hefur verið framlengdur.

Auglýst var eftir umsóknum um undirbúningsstyrki Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, tungumál í haust en umsóknarfrestur var til 1. október s.l. 

Mjög fáar umsóknir bárust um undirbúningsheimsóknir vegna Nordplus tungumálaáætlunarinnar og því hefur sá frestur nú verið framlengdur til 15. nóvember n.k

Tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og undirbúa og þróa umsóknir í Nordplus fyrir komandi umsóknarfrest sem er 1. febrúar 2019. Að minnsta kosti tvö lönd þurfa að hafa samstarf um slíkar undirbúningsheimsóknir og verður þeim að vera lokið fyrir almennan umsóknarfrest.  Heimsóknartími má vera allt að fimm dagar, að ferðadögum meðtöldum.

Umsóknarfrestur Norplus sprog er eins og áður segir 15. nóvember 2018 og sótt er um rafrænt í gegnum ESPRESSO umsóknarkerfið.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica