Nordplus úthlutun 2019

21.5.2019

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2019. Ákveðið var að styrkja 374 umsóknir fyrir 10.1 milljón evra. Alls bárust um 503 umsóknir og sótt var um 21.3 milljón evra sem er meira en tvöfalt það sem Nordplus hefur til úthlutunar.  

Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutann og hér má sjá þá íslensku aðila sem fá styrki:  Uthlutun-2019

Lítilsháttar fækkun var á umsóknum í öllum flokkum nema í tungumálaáætluninni en þar var töluverð aukning.

Áhersluatriði 2019 er á umsóknir sem fjalla um "stafræna hæfni og forritunarlega hugsun", en í því sambandi er verið að hugsa um stafræna hæfileika nemenda sem beitt er við úrlausn verkefna frekar en notkunar á stafrænum búnaði til kennslu.

Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar. Nordplus skiptist í fimm undiráætlanir og hér má sjá þau verkefni sem fengu styrk í hverjum flokki fyrir sig (1). 

Sjá einnig á heimasíðu Nordplus:  Resultat av ansökningsomgången Nordplus 2019

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica