Úthlutun Nordplus 2024

6.5.2024

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni rúmlega 12,5 milljónum evra til 347 verkefna og samstarfsneta sem hefjast árið 2024. Alls bárust 544 umsóknir um styrk upp á samtals rúmlega 28,3 miljón evra. 

Rannís hefur umsjón með  Nordplus á Íslandi  sem skiptist í fimm undiráætlanir og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutann.

Umsóknum fjölgaði frá því í fyrra, frá 499 umsóknum í 544 umsóknir, eða um 9%. Íslenskum stofnunum gekk almennt vel, en Ísland átti um 8% umsóknanna. Þetta er metfjöldi umsókna í áætlunina síðan árið 2018. Áhuginn á áætluninni sýnir að það er vilji hjá menntastofnunum að nýta sér þau tækifæri sem felast í því að stuðla að hreyfanleika milli nágrannaríkja og læra af hvert öðru og vinna saman að lausnum til að efla menntun á svæðinu. 

Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir styrki til samstarfs innan Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna á öllum stigum menntunar til að efla tengslanet, verkefnasamstarf, auka hreyfanleika nemenda og kennara á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Styrkir eru einnig veittir þvert á skólastig og fyrir verkefni sem styrkja stöðu og miðla tungumálum Norðurlandanna.

Nánari upplýsingar um úthlutunina er að finna á vef Nordplus, www.nordplusonline.org








Þetta vefsvæði byggir á Eplica