Tíu góð ráð þegar sótt er um í menningarhluta Creative Europe

Þegar farið er af stað í evrópskt verkefni skal hafa nokkur atriði í huga, sérstaklega ef að um verkefnisstjórn er að ræða.

1. Hugsað í evrópsku samhengi

Evrópsk vídd/samhengi skiptir máli í Creative Europe samstarfsverkefni og er verkefnið metið út frá því. Hvað þýðir evrópsk vídd?:
Evrópsk vídd þýðir að mat á verkefnum tengist evrópskum markmiðum, t.d. félagsleg inngilding, stafrænar nýjungar, nýsköpun etc. Verkefnið á að hefja sig yfir landstengd viðfangsefni en tengjast evrópskum viðmiðum t.d.:

Aukin þátttaka stelpna í hljómsveitum
Hvernig getum við minnkað umhverfisspjöll við uppsetningu sýninga?
Er hægt að fá leikhúsin í íbúðahverfi?

Möguleikarnir eru óteljandi og umsækjendur skoði menningarpólitík EU commission Strategisk ramme for EU's kulturpolitik | Culture and Creativity (europa.eu) Hér má t.d. sjá danskan verkefnisbanka með verkefnadæmum: Fremhævede projekter (slks.dk)

2. Gleymið ekki jafnrétti og grænum áherslum

Jafnrétti og grænar áherslur eru í forgrunni hjá ESB og ganga þvert á áætlanir það þýðir að öll verkefni sýni fram á ofangreind atriði í ÖLLUM verkefnishugmyndum. Ef að verkefni snýst um rafrænar lausnir fyrir safnakennslu þá þarf að sýna fram á að verkefnið sinni jafnrétti og grænum áherslum frá upphafi. Dæmi:
Að deila reynslu og þekkingu með systurstofnunum
Að verkþættir í umsókn sýni kynjajafnrétti
Minnkun úrgangs á allan mögulegan máta
Nýta umhverfisvæna ferðamöguleika

Til að ná fram þessum þáttum er t.d. vert að skoða Gender impagt assessment guide: Guide to Gender Impact Assessment | European Institute for Gender Equality (europa.eu)

Hægt er að leita að hugmyndum um útfærslu jafnréttis og grænna áhersla í bæklingi CE : brochure Creative Europe 2014-2020, gender equality, European Green Deal, digitization - Publications Office of the EU (europa.eu),

3. Leitin að rétta samstarfsaðilanum

Evrópsk samvinna í Creative Europe er grunnþáttur áætlunarinnar þess vegna skiptir máli að samstarfið sé frá upphafi gjöfult. Hvernig finnur maður evrópska félaga?

Byrjaðu á að hugsa um þitt eigið net. Áttu nú þegar samstarfsaðila í Evrópu eða geturðu leitað þeirra í gegnum félagasamtaka sem oftar en ekki byggja á þátttöku í alþjóðasamtökum, ráðstefnum o.fl.

Bent er á danskan gagnagrunn sem hefur verið komið upp til að einfalda samstarfsleit. Find partnere (slks.dk) Hér er að finna óskir um samstarf vítt og breitt frá Evrópu. Einnig er hægt að skrá sig eða leita hér https://ec.europa.eu/info/funding-tenders/opportunities/portal/screen/how-to-participate/partner-search

Sumir leita að samstarfi í verkefnum sem þegar eru í gangi en aðrir bjóða fram þátttöku í nýjum verkefnum. Það er ekki auðvelt að finna „rétta“ samstarfsaðilann, gæði samstarfsverkefna byggja einmitt á að sameina þekkingu og reynslu mismunandi aðila. Ekki fara inn í samstarf nema að þú vitir hvað hver hefur fram að færa, hugsanlegt er að þátttakandi sé umhugaðra um peningastyrk en verkefnisvinnu Það skiptir máli að verkefni geti haldið áfram þó að einhver detti út þess vegna er mikilvægt að hafa fleiri en færri þátttakendur. Leiðbeiningar um gott samstarf: https://slks.dk/tilskud/eu-stoette/creative-europe/det-gode-partnerskab

4. Umsókn skýr og greinargóð!

„Less is more“á við í Creative Europe umsókn. Þó að umsókn geti orðið allt að 70 bls. og það geti verið freistandi að nota sitt fagmál í þaula þá færi það forgörðum og tæki fókusinn af verkefnishugmynd. Sýndu fram á verkefnishugmynd og fylgdu þeim spurningum sem koma fram í eyðublaðinu. Farðu beint inn í verkefnishugmynd og framkvæmd hennar. Hver er hugmyndin, hvernig á að framkvæma hana og hvenær, fyrir hverja er hún.

5. Stýrðu verkþáttum og hvernig þú mælir þá

Í umsókn þarf að koma fram hvernig að verkefnið sé metið í ferlinu og hvernig tryggir þú það. Þannig þarf að liggja fyrir frá upphafi hvernig verkefnið er metið og stýrt. Útskýrðu af hverju þú hefur valið ákveðna matsleið. Mundu að nota árangurs mælikvarða sem eru raunhæfir, eiga við og eru mælanlegir. Nýttu þér bæði tölulega og gæða matskvarða.

6. Mundu áhættugreiningu

Gera þarf ráð fyrir ófyrirséðum vendingum í verkefnum þ.e að áhættugreining sé undirbúin. Í umsókn er spurt um áhættuþætti í verkefni t.d. ef faraldur – hvernig áhrif hefði hann á verkefnið – ekki væri nægilegt að setja bara Covid 19 sem áhættuþátt. Myndi skipta máli ef að verkefni vari í 4 ár – að starfsmenn komi og fari? Eru breytingar hjá stofnuninni etc.? Því meira sem er skoðað því betra.

7. Hvernig kemurðu verkefni á framfæri?

Mundu að val þitt á leiðum til að koma verkefni á framfæri á að tengjast markhópum verkefnis. Ef þú vilt ná til blaðamanna og stjórnmálamanna er t.d. Twitter góð leið en t.d. instagram næði betur til safna. Fáðu hugmyndir og leiðir í bæklingi: ”How to communicate your project”

8. Fastur ferðakostnaður

Ef ferðir eru fyrirhugaðar í umsókn þá hefur ESB framkvæmdastjórn sett fram staðlaðan lista um ferðakostnað og uppihald. Það eykur trúverðugleika umsóknar ef að taxtar ESB eru notaðir.

9. Sendu inn umsókn í tíma!

Þegar umsóknarfrestur nálgast verður álag á kerfinu og gæti valdið seinkun á innsendingu. Þess vegna skiptir máli að vera ekki á síðustu stundu að senda inn umsókn. Umsókn sést ekki í kerfi fyrr en hún hefur verið send inn. Ef að tæknivandræði koma upp þá er hægt að senda fyrirspurn á hjálparlínu. 

Senda fyrirspurn

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að biðja um hjálp eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

10. Ef umsókn fær ekki styrk – ekki gefast upp!

Ekki láta neitun hamla för. Þú getur sótt um aftur með sama verkefni. Verkefni fara stundum í gegn í 2. eða 3. umferð. Ef að umsókn fær ekki nægilega háa einkunn í matsferli þá fær umsækjandinn útskýringar á mati í svarbréfi og hvernig hann getur betrumbætt umsókn við næsta umsóknarfrest.


Ekki hika við að hafa samband og þiggja ráð hjá Rannís. Ragnhildur.zoega(hja)rannis.is

Baráttukveðjur frá Creative Europe teyminu.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica