Rannsóknasjóður: júlí 2023

14.7.2023 : Textageymd Njáls sögu með hliðsjón af Skafinskinnu - verkefni lokið

Megináhersla verkefnisins var á að varpa ljósi á lítt þekkt handrit Njáls sögu, GKS 2868 4to, Skafinskinnu, sem varðveitt er á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

14.7.2023 : - AirMicrome-Örlög loftborinna örvera sem fyrstu landnemar í jarðnesk samfélög - verkefni lokið

Verkefnið var þriggja ára verkefni styrkt af Rannsóknasjóði. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka i)fjölbreytileika og hraða loftborinna bakteríufruma sem falla úr andrúmsloftinu niður á yfirborð jarðar og ii)lífeðlisfræðilegan hæfileika þeirra, sem nýir landnemar, til að aðlagast og keppa við vistkerfi bakteríusamfélaga sem eru þar fyrir.

Lesa meira

14.7.2023 : Stofnerfðafræði Hafarna á Íslandi - áhrif skyldleikaæxlunar og stofnstærðar á sameindabreytileika og hæfni - verkefni lokið

Haförnum (Haliaeetus albicilla) var nærri útrýmt á Íslandi í síðari hluta 19. aldar og á þeirri 20., líkt og víðar í Evrópu, bæði vegna ofsókna og notkunar á þrávirkum lífrænum eiturefnum. Örnunum fækkaði hér úr um 150 pörum um miðbik 19. aldar í 20 pör 1914, þegar stofninn var  friðaður.

Lesa meira

14.7.2023 : Tilkoma og þróun frumsaminna riddarasagna í ljósi ævintýra (exempla)/ - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að skoða tilkomu og þróun frumsaminna riddarasagna í ljósi miðaldaævintýra (dæmisögur, exempla). Sérstök áhersla var lögð á Clári sögu keisarasonar, sem jafnan hefur verið talin
til riddarasagna, ýmist þýddra eða frumsaminna.

Lesa meira

12.7.2023 : Landnám birkis í frumframvindu og áhrif þess á vistkerfið - verkefni lokið

Ásýnd efri hlutar Skeiðarársands hefur tekið miklum breytingum í kjölfar þess að gróður fór að nema þar land, einkum eftir að birki (Betula pubescens spp. tortuosa) tók að vaxa upp. Landnám birkis hófst um 1990 af fræi sem kom að mestu frá Bæjarstaðarskógi og fannst á 35 km2 aldarfjórðungi síðar.

Lesa meira

12.7.2023 : Tveggja andlaga sagnir í íslensku og færeysku - verkefni lokið

The main goal of the project was to investigate various syntactic issues that ditransitive verbs in Icelandic and Faroese give rise to, using naturalistic examples from corpora as well as carefully designed judgment tasks.

Lesa meira

12.7.2023 : Hitarafeindaleiðni í kjarna/skeljar nanóvírum - verkefni lokið

Í þessu verkefni skoðuðum við varmarafmagn og varmaflutningareiginleika hálfleiðandi kjarna/skeljar nanóvíra með reikniaðferðum, umfram línulega nálgun.

Lesa meira

12.7.2023 : Náttúrulegur breytileiki í vistnýtingu þorsk- og ufsaseiða - verkefni lokið

Rannsóknir á ungviði Atlantshafsþorsks (Gadus morhua) og ufsa (Pollachius virens) benda til lykilhlutverks búsvæða í strandsjó sem uppeldissvæði. Þrátt fyrir þetta mikilvægi er lítill skilningur á búsvæði og auðlindanýtingu fiskungviðis á Íslandi. Samsvæða nýting búsvæða seiða af mismunandi tegundum og stærðarflokkum getur leitt til samkeppni um nýtingu og breytinga á búsvæðavali, fæðuauðlindum og stærð bráðar.

Lesa meira

6.7.2023 : Heilmyndun í þyngdarskammtafræði og skammtasviðsfræði - verkefni lokið

Fengist var við grunnrannsóknir í kennilegri eðlisfræði á mörkum þyngdarfræði og skammtasviðsfræði.

Lesa meira

6.7.2023 : Samþætting vist-, þróunar- og þroskunarfræðilegra þátta til mótunar á líffræðilegri fjölbreytni: Hornsíli í Mývatni sem líkan - verkefni lokið

The grant of excellence funded project ECO-EVO-DEVO dynamics of biodiversity: Mývatn threespine stickleback as a model is finished. In the project we used the highly polymorphic and phenotypically plastic threespine stickleback (Gasterosteus aculeatus) as a model species and the unique characteristics of Lake Mývatn as our model system to increase our understanding of processes that shape biodiversity.

Lesa meira

6.7.2023 : Li og B samsætur í íslensku storkubergi og jarðhitavökva - verkefni lokið

This project investigated the isotopic compositions of Icelandic basalts to better understand how magmas are generated beneath Iceland and what is being melted deep beneath the surface of the Earth.

Lesa meira

6.7.2023 : Útbreiðsla hafíss í Íslands-Noregshafi á Síð-Kvarter - verkefni lokið

Doktorsverkefnið fjallar um loftslagsbreytingar á síðari hluta Ísaldar með áherslu á hafísþekju, hafstrauma og jöklabreytingar á Norðurhveli síðustu 165 þúsund ár.

Lesa meira

6.7.2023 : Mögulegur grundvöllur skammtareikninga: Majorana núllhættir í rörlaga nanóvírum - verkefni lokið

Verkefnið fólst í að kanna myndun og stöðugleika margra Majorana núllhátta (e. zero modes) í ofurleiðandi kjarna-skeljar nanóvírum, sem nýlega hefur tekist að framleiða. Majorana núllhættir er áhugavert ástand sem getur komið fram við sértækar aðstæður í skammtakerfum og hefur eiginleika sem gerir þeim kleift að mynda grundvöll fyrir gallaþolnar skammtatölvur.

Lesa meira

6.7.2023 : Framlög af járnmagni plantna til jarðvegs - verkefni lokið

Plants play an integral role in nutrient cycling in soils. However, the forms of iron and other metals that are returned to the soil in plant litter or by vegetation ash after wildfire are not well known.

Lesa meira

5.7.2023 : Hráefnisnotkun norrænna manna á Grænlandi - verkefni lokið

Byggðir norrænna manna á Grænlandi lögðust í eyði á 15. öld og hefur löngum verið talið að þar hafi verið harðbýlt mjög, skortur á hráefnum og samfélagið háð innflutningi á ýmsum lífsnauðsynjum. Verkefnið miðaði að því að greina stór söfn af trjáleifum og steingripum sem fundist hafa við
fornleifauppgrefti til að byggja upp heildstæða mynd af hráefnisöflun Grænlendinga.

Lesa meira

5.7.2023 : Landfræðilegt sjálfbærnismat á leiðum til aukinnar rafmagnsvæðingar í samgöngum - verkefni lokið

Markmið þessa verkefnis var að gera heildræna greiningu af samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum á Íslandi m.t.t. sjálfbærni með sérstakri áherslu á vegasamgöngur og umskipti fólksbílaflotans í rafbíla. Rannsóknarspurningar verkefnisins voru m.a. Hvernig mun rafvæðing fólksbílaflotans hafa áhrif á landfræðilega og tímatengda eftirspurn eftir rafmagni? Hver verða áhrif af rafvæðingu fólksbílaflotans á
raforkukerfið, allt frá framleiðslu til flutningskerfa? Hvernig má velja á milli mismunandi breytinga á samgöngum m.t.t. samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og sjálfbærni? Hvernig lítur samgöngukerfi út sem bæði hefur lítil umhverfisáhrif og þrýstir ekki á þolmörk jarðar (vistkerfi jarðar eru því örugg, (“safe”) og er hagstætt og aðgengilegt öllum og því réttlátt (“just”)? Hvernig getur íslenska samgöngukerfið orðið bæði réttlátt og öruggt (“safe and just”)?

Lesa meira

5.7.2023 : Sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftslagi - verkefni lokið

Þétting byggðar og ákafari úrkoma vegna hnattrænnar hlýnunar veldur áskorunum við miðlun ofanvatns frá þökum, götum og görðum. Horft er í auknum mæli til blágrænna innviða (BGI) sem fjölnota lausna til að gera borgir grænni, viðnámsþolnari við flóðum, og almennt að betri viðverustað. Þekkingarskortur á getu jarðvegs að geyma og hreinsa vatn á veturna hefur tafið fyrir innleiðingu BGI.

Lesa meira

5.7.2023 : Skölunarmarkgildi slembinna auðgaðra trjáa - verkefni lokið

Í verkefninu fóru fram rannsóknir á slembnum auðguðum trjám og skölunarmarkgildum þeirra. Verkefnið er á sviði líkindafræði, fléttufræði og stærðfræðilegrar eðlisfræði.

Lesa meira

4.7.2023 : Áreiðanleiki og óvissugreining á jarðskjálftahættu á Íslandi - verkefni lokið

Í þessu verkefni voru lykilforsendur mats á skjálftavárlíkindum endurskoðaðar vegna þess hvað fyrri forsendur í slíku mati og sérstaklega óvissa í lykilþáttum sem liggja til grundvallar matinu leiða af sér óáreiðanlegt og í sumum tilfellum rangt mat á skjálftavá.

Lesa meira

4.7.2023 : Hinn svipuli alheimur: Hitun rafeinda og endurvinnsla jóna í háaflspúlsaðri segulspætu - verkefni lokið

Verkefnið fjallaði um segulspætur og sér í lagi háaflspúlsaðar segulspætur. Meðal annars skoðuðum við áhrif hremmandi segulsviðsins á jónunarhlutfall, ræktunarhraða og aflflutning til rafeinda í háaflspúlsuðum segulspætum. Þetta var skoðað bæði með tilraunum og líkanagerð.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica