Rannsóknasjóður: júlí 2024

17.7.2024 : Að lifa undir 1,5 gráða mörkunum í norrænum aðstæðum: viðhorf, lífsstíll og kolefnisspor - verkefni lokið

Verkefnið miðaði að því að bera kennsl á einstaklinga á Norðurlöndunum (Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi) með lífsstíl sem miðar að því að halda hlýnun innan við 1,5 gráður, en einnig að skoða hvort hægt sé að draga lærdóm af lífsháttum þeirra svo að samfélagið í heild geti lifað innan 1,5 gráðu markanna.

Lesa meira

17.7.2024 : Hlustað á þreytu: Frá sjónarhorni femíniskrar fyrirbærafræði og gagnrýnna fræða - verkefni lokið

Í verkefninu voru hugmyndir um þreytu, örmögnun og langvinna
sjúkdóminn ME/síþreytu skoðuð í tengslum við hugmyndir um berskjöldun, nýfrjálshyggju, vinnu og #MeToo.

Lesa meira

17.7.2024 : Óheilindi og brotakenndur mannshugur - verkefni lokið

Verkefnið þróaði nýja kenningu um eintal, sjálfsblekkingu og óheiðarleika, sem byggir á rannsóknum í málgjörðafræði og hugspeki.

Lesa meira

17.7.2024 : Kortlagning reynslu innflytjendakvenna af heimilis- og starfstengdu ofbeldi - verkefni lokið

IWEV verkefnið var 4 ára rannsóknarverkefni um reynslu innflytjenda kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og á vinnustöðum. Þetta verkefni er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lagði áherslu á að rannsaka upplifun innflytjendakvenna með því að nota blandaðar aðferðir. Gögnum var safnað með spurningakönnun á níu algengustu tungumálum sem innflytjendakonur nota á Íslandi. Að auki voru tekin 35 viðtöl við konur og 20 viðtöl við hagsmunaaðila, svo sem starfsmenn þjónustu‐ og
ríkisstofnana.

Lesa meira

16.7.2024 : Gerð líkans af gösun úrgangs: Samanburðagreining á ómeðhöndluðu timbri, lituðu timbri og pappír - verkefni lokið

Fjölmörgum sorpbrennslum á Íslandi var lokað 2011/2012 vegna dioxin/furan mengunar sem greindist í jarðvegi ásamt kjöt- og mjólkurafurðum. Í dag hefur engin hagkvæm og umhverfisvæn lausn komið í stað sorpbrennslanna. Vegna þessa er óhemju mikið af rusli flutt á hverju ári með ruslabílum langar leiðir eftir þjóðvegum landsins (til dæmis frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eða jafnvel til Blönduóss) til urðunar eða brennslu. Markmið þessa doktorsverkefnis var að taka fyrstu skrefin í að aðlaga græna sjálfbæra lausn fyrir förgun lífræns úrgangs á Íslandi.

Lesa meira

16.7.2024 : Uppruni og áhrif fyrstu íslensku prentuðu sagnasafnanna - verkefni lokið

Ágætar fornmannasögur og Nokkrir margfróðir söguþættir Íslendinga eru tvær bækur sem komu út á Hólum í Hjaltadal árið 1756. Þær innihalda fyrstu prentuðu Íslendingasögurnar. Sumir einstaklingar í lærðri stétt tóku þeim fjandsamlega, því þeir töldu sig sjá hvorki andlegt né  kennslufræðilegt gildi í þeim.

Lesa meira

16.7.2024 : Norvagismar í íslenskum handritum frá 1350 til 1450 - verkefni lokið

Þessi rannsókn veitir víðtækt yfirlit yfir þróun og áhrif norskra málaeinkenna, svokallaðra norvagisma, í 75 íslenskum handritum og frumritum frá fjórtándu öld og fram að siðaskiptum. Þessi einkenni eru
algeng í kirkjulegum, hagíógrafískum, lagalegum og stjórnsýslulegum skrifum, sem bendir til þess að þau hafi hlutverki að gegna sem stílmerki í formlegum skrifum.

Lesa meira

16.7.2024 : Öryggi ferðamanna á heimskautasvæðum: Hæfni leiðsögumanna og viðbúnaður við neyðarástandi í samfélögum á norðurslóðum - verkefni lokið

Ævintýraferðamennska á norðurslóðum færist stöðugt í aukana sem eykur líkur á slysum og veldur álagi á staðbundna neyðarþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að greina tengsl á milli hæfni leiðsögumanna og öryggis í ferðum. Eftirfarandi lykilatriði eru skoðuð í rannsókninni: hlutverk leiðsögumanna til að minnka áhættu, þjálfun leiðsögumanna, öryggisráðstafanir og viðbúnaður við neyðarástandi (t.a.m.  björgunarsveita) á norðurslóðum.

Lesa meira

16.7.2024 : Íslenskt unglingamál: Rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins Íslenskt unglingamál: rannsókn á samskiptaaðferðum í raungögnum var að safna gögnum og kortleggja helstu einkenni málnotkunar íslenskra unglinga, ekki síst með tilliti til aukinna áhrifa ensku á íslenskt samfélag. Efniviðurinn var tvískiptur: annars vegar skrifleg slanguryrðakönnun sem lögð var fyrir um 1000 nemendur víðsvegar um landið, og hins vegar hljóðupptökur af samtölum nemenda í skólaumhverfi (22 klst.) og í frítíma (6 klst.).

Lesa meira

16.7.2024 : Net sem virkar: Uppfinning og þróun flottrollsins - verkefni lokið

The pelagic trawl was a major innovation in twentieth century fisheries technology. This project is about how the pelagic trawl evolved technologically from its invention in the interwar period and its economic significance to the communities and nations that used it.

Lesa meira

16.7.2024 : Hverflyndir vinir. Að aftengja trú, siðferði og samfélag í Norðri á miðöldum - verkefni lokið

Who doesn’t think of barbarity when they think of Vikings? For all their philosophical and artistic sophistication, not to mention mercantile success, the peoples of early medieval Scandinavia and Iceland are far more associated with crimes like violence, theft and murder. Part of that perception, for a long time, stemmed from the pagan religion that many followed in the Viking Age.

Lesa meira

12.7.2024 : Áhrif efnaskipta á nýmyndun fjölsykrunga í æðaþeli - verkefni lokið

The metabolic changes that occur in human pulmonary and human heart valve endothelial cells following stress stimulation and how these changes influence endothelial glycocalyx maintenance has been defined within metabolic network models. These models are computational tools that allow the effect of differences in blood nutrient profiles on endothelial metabolism to be investigated.

Lesa meira

12.7.2024 : Sjálfvirk umgjörð fyrir öryggisgreiningu snjallsamninga byggð bæði á gögnum og greiningu - verkefni lokið

Lýsing á verkefninu: Snjallsamningur er sjálfvirkur kóði sem keyrir á bálkakeðju (e.blockchain). Hann er almennt notaður til að auðvelda flutning á stafrænum eignum milli aðila án þess að þurfa milliliði. Því er nauðsynlegt að tryggja öryggi hans. Vegna virðis hans eru snjallsamningar oft útsettir fyrir árásum. Á undanförnum árum hefur verið fjöldi árása á þá sem hefur leitt til fjárhagslegs tjóns sem nemur tugum milljóna dollara.

Lesa meira

12.7.2024 : Sameinuð við þorsk: margbreytileiki þorskveiða og nýting þeirra við fiskveiðistjórnun - verkefni lokið

Verkefnið veitir gleggri sýn á hvaða þættir stjórna ákvarðantöku útgerða sem stunda þorsk- og makrílveiðar við Ísland sem getur stutt við bætta stjórnun fiskveiða. Verkefnið leggur grunn að frekari rannsóknum á samspili hagfræðilegra gagna og stofnstærðarmælinga.

Lesa meira

11.7.2024 : Vaxandi hávaði í hafinu: er tilvist hinnar leyndardómsfullu andarnefju (Hyperoodon ampullatus) ógnað? - verkefni lokið

Hljóðmengun í sjónum er talin veruleg ógn við andarnefjur því hvalirnir eru háðir hljóðum við fæðuöflun, ferðir og samskipti sín á milli. Stærsti hluti andarnefja í heiminum er talinn halda til á djúpslóð norðan og austan Íslands. Stakir hópar leita inn í firði, með aukinni áhættu fyrir hvalina að stranda á grunnsævi.

Lesa meira

11.7.2024 : MAXI-Plume: Massaflæði í sprengigosum - verkefni lokið

Sprengigos mynda gosmekki sem eru mjög hættulegir flugvélum og getur gosaskan eyðilagt þotuhreyfla og valdið slysum. Rannsóknarverkefnið MAXI-Plume snérist um skoða mekki frá nýlegum gosum á Íslandi. Helsta markmiðið var að bæta nákvæmni líkana og getu þeirra til að segja til um
útbreiðslu gjósku.

Lesa meira

11.7.2024 : Greining á jarðtæknilegum eiginleikum og sveiflumögnun setlaga á Suðurlandi - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að auka skiling á verkfræðilegum
eiginleikum íslenskra setlaga og jarðvegsfyllinga, með áherslu á þéttbýl svæði og mikilvæg samgöngumannvirki á Suðurlandi.

Lesa meira

5.7.2024 : Smíði skilvirkra þjálfunargagna fyrir vélþýðingar - verkefni lokið

Áreiðanlegar samhliða málheildir eru lykillinn að því að hægt sé að þjálfa þýðingarvélar, sem geta myndað nákvæmar þýðingar sem flæða vel á markmálinu. Skekkjur í þjálfunargögnum, sem koma til vegna rangrar samröðunar setninga eða ófullnægjandi síunar við smíði samhliða málheilda, geta spillt gæðum þýðingarvélar sem þjálfuð er á gögnunum. Of lítil samhliða málheild getur jafnframt orðið til þess að þýðingarvélin nái ekki tökum á málfræði eða öðrum blæbrigðum frum- og markmálanna og myndi þess vegna ónákvæmar þýðingar. Það getur hins vegar verið flókið og erfitt að tryggja hámarksgæði þjálfunargagna við úrvinnslu samhliða texta, ekki síst þegar um er að ræða texta á tungumálum sem fáir tala eða þegar flóknar beygingar og virk orðmyndun auka á vandann við að greina rýr gögn. Það er því afar mikilvægt að þróa nákvæmar aðferðir til að setja saman samhliða málheildir, sem miða að því að nýta sem allra best þau gögn sem til eru.

Lesa meira

5.7.2024 : Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla - verkefni lokið

Computer scientists use programming and specification languages to communicate with machines and with one another. Ideally, each such language should come equipped with “laws of programming” that capture when two expressions describe the same “computational behaviour” and
can therefore be used interchangeably. The “laws of programming” can, for instance, be used to optimize computer programs or to prove mathematically that a computing system behaves as expected.

Lesa meira

5.7.2024 : Misleitni reikulla efna í íslenska möttlinum - verkefni lokið

Meginmarkmið þessa verkefnis voru (i) að leggja mat á þau bergfræðiferli sem stjórna styrk reikulla efna í íslenskum bergbráðum og í kjölfarið, (ii) skoða betur helstu uppsprettur þeirra í jarðmöttlinum undir Íslandi. Verkefnið skoðaði sérstaklega stöðugar samsætur vetnis, súrefnis, brennisteins og klórs ásamt öðrum jarðefnafræðilegum kenniefnum. Alþjóðleg samvinna var í hávegum höfð ásamt því að áhersla var lögð á virkan þátt framhaldsnema og nýdoktora.

Lesa meira

3.7.2024 : Bergfræðilegur arkitektúr kvikukerfisins undir Öræfajökli - verkefni lokið

The results of this study provide valuable insights into the magma plumbing system and magma evolution dynamics of Öræfajökull volcano. These findings can be applied in future research to better understand volcanic behavior, assess volcanic hazards, and interpret pre-eruption unrest signals.

Lesa meira

3.7.2024 : Samskipti á milli tveggja rándýra í sjó með flókið félagsmynstur: hlutverk hljóðfræðilegra bendinga - verkefni lokið

Samskipti á milli tegunda og hlutverk hljóða í samskiptum hafa sjaldan verið könnuð hjá sjávarspendýrum. Í þessu rannsóknaverkefni var prófuð tilgáta um að hljóðbendingar séu sérstaklega mikilvægar í samskiptum á milli topprándýrategunda með flókið félagsmynstur. Þessi tilgáta var könnuð með rannsóknum á samskiptum grindhvala (Globicephala melas) og háhyrninga (Orcinus orca).

Lesa meira

3.7.2024 : Vistfræðilegir og félagslegir drifkraftar í hljóðrænum samskiptum háhyrninga (Orcinus orca) - verkefni lokið

Markmið þessa doktorsverkefnis er að rannsaka sérhæfingu að ákveðnum vistgerðum, félagsmynstur og samskipti rándýrs sem trónir á toppi fæðukeðju hafsins, háhyrningnum (Orcinus orca).

Lesa meira

3.7.2024 : Sveigjanlegt svipfar hjá hornsílum Mývatns - verkefni lokið

The aim of this project was to study the gene expression underlying phenotypic variation in response to contrasting environmental conditions in threespine stickleback from the spatio-temporally varying system, Lake Mývatn.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica