Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.3.2022

Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á þær réttarfarsreglur sem notaður voru til þess að sækja forsvarsfólk í stjórnmálum til saka fyrir athafnir og athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Útgangspunkturinn var að meta hvort sá lagarammi réttarfarsreglna sem notast var við hefði tryggt sanngirni í málsmeðferð slíkra mála. 

Fyrri hluti rannsóknarinnar var aðferðafræðilegur og fól í sér framlag til þekkingar á kenningalegum grunni réttarfarsreglna að því er varðar mat á hvað felist í sanngirni við meðferð dómsmála. Skilgreind voru tiltekin viðmið sem alla jafnan einkenna réttarfarsreglur og á grunni þeirra settur fram tiltekinn matsrammi sem nýta má til þess að meta gæði slíkra reglna með tilliti til sanngirni. Í seinni hluta rannsóknarinnar var matsramminn nýtur til þess að meta hvernig til tókst við saksókn Alþingis gegn fyrrum forsætisráðherra, sem hlaut dóm fyrir Landsdómi árið 2012 vegna embættisverka sinna í tengslum við bankahrunið á Íslandi árið 2008.

Þegar matsramminn var mátaður við þær réttarfarsreglur sem giltu um þessa saksókn komu í ljós nokkrir annmarkar, sem eru til þess fallnir að draga úr líkum á að málsmeðferðin uppfylli viðmið um sanngirni. Í fyrsta lagi var bent á að undirbúningsfasi ákvörðunar Alþingis um mögulega málshöfðun gegn ráðherra sé lítt skilgreindur í núverandi lögum. Þessi skortur á skýrri umgjörð um upphaf og framgang rannsóknar í aðdraganda ákvörðunar ýtir undir að tillögum um slíka málshöfðun verði tekið á pólitískum forsendum af Alþingi, fremur en á lagalegum forsendum. Í öðru lagi var lagt til að því fullkomna svigrúmi sem Alþingi er búið í núveranda löggjöf til þess að haga ákæruvaldi sínu með hvaða hætti sem er verði þokað nær því sem gildir um meðferð hefðbundins ákæruvalds í landinu. 14. gr. stjórnarskrár veitir Alþingi heimild til að höfða mál gegn ráðherrum og eðlilegt væri að hið sama gilti um slík mál og önnur sakamál, þ.e. að mál skuli höfðað ef um brot sé að ræða nema einhverjar afmarkaðar undantekningar eigi við. Núverandi áskilnaður um algjört svigrúm við ákvörðun um málshöfðun í 2. gr. laga nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð væri þannig fært nær ákærureglu (eða saksóknarreglu) 142. gr. og 146. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í þriðja lagi var því velt upp hvort bæta megi skipunarhátt Alþingis á dómendum í Landsdóm. Núverandi fyrirkomulag veitir Alþingi mjög mikið svigrúm til vals á dómendum, sem kosnir eru með hlutfallskosningu. Til að styrkja Landsdóm í því verkefni að dæma í ráðherraábyrgðarmálum í samræmi við viðurkenndar lögfræðilegar aðferðir væri æskilegt að til dómstarfa veldust einungis þau sem líkur væri á að valda myndu slíkum starfa. Það mætti gera í gegnum auknar hæfniskröfur í lögum um landsdóm og með kerfi sem hefði eftirfylgni með því að eftir kröfunum væri farið af hálfu Alþingis.

Niðurstöður rannsóknarinnar fela í sér aðferðafræðilegt framlag sem nýta má til að leggja mat á hinar ýmsu málsmeðferðarreglur til þess að kanna hvort þær uppfylli viðmið um sanngirni. Niðurstaða þess mats sem framkvæmt var á núverandi fyrirkomulagi ráðherraábyrgðarmála gæti jafnframt nýst við þá endurskoðun sem stendur yfir af hálfu stjórnvalda á þeim réttarfarsreglum sem um það gilda.

English:

The objective of the research was to assess the procedural regime which was used to prosecute Icelandic political elites for their actions and inactions linked to the onset of the financial crisis of 2008. More specifically, the aim was to assess whether the applicable legal framework ensured adequate procedural fairness in processing such cases. The first part of the research focused on methodological issues and contributed to knowledge on the theory of procedural law by defining a methodology for assessing fairness of adjudicative procedures. Several defining properties of adjudicative procedures were identified and based on them a framework for assessing procedural quality with regards to procedural fairness was constructed. In the second part of the research the framework was applied for assessing the fairness of the procedure used in the Icelandic parliament’s impeachment case against Iceland’s former Prime Minister, who was tried and convicted before the Court of Impeachment in 2012 for his actions in office linked to the financial crisis of 2008.

Through the application of the assessment framework on the ministerial impeachment procedural regime several problematic issues surfaced, who have the potential to undermine its fairness. Firstly, the concern was raised that the preparatory phase of the parliament’s prosecutorial decision is very underdeveloped in the current legal framework. The absence of clear procedures for the initiation of an impeachment case invites the possibility that such decision will be made on political grounds, rather than on legal grounds. Secondly, it was suggested that the absolute prosecutorial discretion currently enjoyed by the parliament should be limited and made comparable with what applies to the exercise of general prosecutorial powers in Iceland. The general rule is that offenders should be prosecuted, unless very specific exceptions apply. Thirdly, it was suggested that the appointment procedure for judges at the Court of Impeachment could be improved. The current procedure provides the parliament with wide discretion to appoint whomever on the judicial bench based on a proportional voting procedure in the parliament. To ensure that the Court of Impeachment can exercise its judicial powers in line with the normal juridical methodology it is important that only those persons get appointed, who are likely to be able to adequately execute the task of adjudicating an impeachment case. This could be achieved through a more detailed qualification criteria and a system of compliance check.

The main contribution of the research involves the methodology for assessing fairness compliance of various procedural constructs. The application of this methodology on the procedural rules on Icelandic ministerial impeachment provided valuable information on how this procedural regime can be reformed to better comply with modern procedural fairness standards. The result of the application could be useful for the Icelandic legislator, who has been working on reforming the legal framework on ministerial impeachment.

List of outputs:

Haukur Logi Karlsson, “The essence of a procedure” in Conceptualising Procedural Fairness in EU Competition law (Hart Publishing 2020) 20-45.

Haukur Logi Karlsson (submitted), “The emergence of the established ‘by law’ criterion for reviewing European judicial appointments”, (publication expected in 2022)

Haukur Logi Karlsson (submitted), “The Icelandic Parliament’s procedural role in ministerial impeachment” (publication expected in 2022)

Heiti verkefnis: Sanngjörn saksókn forréttindahópa: greining á hrunreynslu Íslands/ Prosecuting elites fairly: analysis of the Icelandic Great Recession experience
Verkefnisstjóri:
Haukur Logi Karlsson, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2018-2020
Fjárhæð styrks: 29,999 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 184905

Þetta vefsvæði byggir á Eplica