Rannsóknasjóður: mars 2020

24.3.2020 : Öndunarerfiði í svefni – Eðli og klínískt mikilvægi - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessa rannsóknarverkefnis var að rannsaka neikvæð heilsufarsáhrif svefnháðra öndunartruflana, frá hrotum til kæfisvefns með áherslu á einstaklingsbundin áhrif og mismunandi mælikvarða á alvarleika öndunartruflana.

Lesa meira

24.3.2020 : Kjarna/skelja nanóloftnet - verkefni lokið

Aðal markmið rannsóknaverkefnisins var skilningur á dreifingu hleðslu og straums í slíkum kjarna/skelja nanóvír og afleiðingar þess í tilraunum þegar nanóvírinn hegðar sér eins og móttakara- eða sendanda loftnet.

Lesa meira

17.3.2020 : Réttindi barna og óháður búferlaflutningar barna í Ghana - verkefni lokið

Börn hafa alla tíð flust á milli staða í leit að betri tækifærum. Í sumum samfélögum, sérstaklega þeim fátækari, er slíkur flutningur viðurkennd leið til þess að lifa af. Sumir fræðimenn telja flutning barna geta dregið úr líkum á fátækt og aðstoðað börnin við að uppfylla markmið sín. 

Lesa meira

17.3.2020 : Samskipti æðaþels og þekjuvefjar í framþróun og meinavarpamyndun brjóstakrabbameina - verkefni lokið

Aukin þekking á samskiptum æxlisfruma og æðaþels er mikilvæg til að bæta skilning á því hvernig umhverfi styður við æxlisvöxt og meinvarpamyndun. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka víxlverkandi samskipti milli eðlilegra og illkynja þekju- og æðaþelsfruma með því að notast við frumulínurnar D492, D492M (sem hvorug myndar æxli í músum) og D492HER2 (sem er æxlismyndandi). 

Lesa meira

17.3.2020 : Hervædd karlmennska og fyrrverandi hermenn - verkefni lokið

Við lok borgarastyrjalda liggja fyrir mörg og mikilvæg verkefni sem takast þarf á við á skjótan og skilmerkilegan hátt. Aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða að nýju lífi er á meðal þeirra mikilvægustu og brýnustu. Til þess að takast á við það hefur gjarnan verið lagt upp með viðamikil afvopnunarverkefni þar sem áhersla er á afvopnun fyrrverandi stríðandi fylkinga ásamt aðlögun þeirra að nýju lífi. 

Lesa meira

16.3.2020 : Romane lila. Sagan flókna um útgáfu Rómafólksins og sjálfsímyndarstefnu þess - verkefni lokið

Markmið verkefnisins Romane lila var að rannsaka og greina innbyrðis tengda sögu sjálfsmyndastefna Rómafólks og menningarvenja þeirra, eins og þau koma fram í ritum Rómafólks í Evrópu og annars staðar í heiminum.

Lesa meira

16.3.2020 : Flækingar sjávarspendýra í veiðarfærum við Ísland: Eftirlit og forvarnir - verkefni lokið

Samfara útþenslu iðnaðar og sjávarútvegs á hafsvæðum norðurslóða (kaldtempruðum og heimskautasvæðum) aukast hagsmunaárekstrar milli þessara athafna mannsins og hvala. Við Ísland er ánetjun hvala í veiðarfæri einn helsti valdur slíkra árekstra milli sjómanna og hvala, en hingað til hafa rannsóknir á þessu sviði verið mjög takmarkaðar fyrir eina algengustu hvalategundina, hnúfubak.

Lesa meira

13.3.2020 : Stofnerfðamengjafræði samhliða þróun íslenskrar bleikju - verkefni lokið

Er unnt að spá fyrir um þróunarferli? Leiðir aðlögun að tilteknum, nýstárlegum aðstæðum á mörgum aðskildum stöðum til svipaðrar niðurstöðu, t.d. sams konar breytinga í lögun, lífsferlum (parallelism) og endurspegla slíkar aðlaganir náttúrulegt val á sömu genum (genetic parallelism) eða eru erfðabreytingarnar mismunandi á mismunandi stöðum? Hversu stóran þátt svipfarsbreytileika í mismunandi stofnum má rekja til sveigjanleika í þroskun og atferli? Þetta eru lykilspurningar í þróunarfræði sem skipta máli í allri umræðu um tilurð og viðhald líffræðilegs fjölbreytileika. 

Lesa meira

13.3.2020 : Stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvíþætt. Annars vegar að prófreyna nýjan spurningalista um stuðning foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – svokallaða Könnun um foreldrastuðning – með því að rannsaka áreiðanleika og réttmæti og bera saman svör foreldra og barna þeirra. Hins vegar að kanna hvort stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi tengist bakgrunnsþáttum barns og foreldris, streituupplifun foreldris, stuðningi foreldris og líðan barns. 

Lesa meira

6.3.2020 : Áburður frá lofti og vatni: Frá reikningum til tilrauna - öndvegisverkefni lokið

Með þessum öndvegisstyrk gafst tækifæri til að ráða fjölda nemenda og nýdoktora til að vinna að rafefnafræðilegri N2 afoxun í ammóníak í vatnslausn við herbergisaðstæður. Fram að þessu höfðum við unnið mikið af tölvureikningum fyrir þetta efnahvarf, en hér gafst okkur tækifæri til að setja upp tilraunaaðstöðu til að prófa þessa nýju efnahvata. Vinna þátttakendanna í verkefninu skiptist upp í fjóra verkþætti; 1) tölvureikninga, 2) ræktun efnahvatanna, 3) uppsetningu tilraunaaðstöðu og þróun aðferðafræði og 4) prófun efnahvatanna í rafefnafræðilegum tilraunum.

Lesa meira

6.3.2020 : Söguleg samsetning þorsks - verkefni lokið

Meginmarkmið verkefnisins var að nota líffræðilegan efnivið úr fornleifauppgröftrum á fornum verstöðvum til að rannsaka vist- og erfðafræðilegar breytingar á þorskstofninum síðasta árþúsund. Það tímabil einkenndist af töluverðum sveiflum í sjávarhita og breytingum á nýtingu veiðistofna á norður Atlantshafi, ekki síst þorsks. 

Lesa meira

6.3.2020 : Rannsóknir í tvinnfallagreiningu með áherslu á fjölmættisfræði - verkefni lokið

Verkefnið hefur að mestu leyti snúist um fágaðar framlengingar og nálganir með fáguðum föllum. Annars vegar höfum við skoðað framlengingar yfir í heil föll í tengslum við Radon-ummyndunina [1] og hins vegar mat á því hversu langt er hægt að framlengja fáguð föll í tengslum við nálganir með margliðum [8,9]. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica