Réttindi barna og óháður búferlaflutningar barna í Ghana - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.3.2020

Börn hafa alla tíð flust á milli staða í leit að betri tækifærum. Í sumum samfélögum, sérstaklega þeim fátækari, er slíkur flutningur viðurkennd leið til þess að lifa af. Sumir fræðimenn telja flutning barna geta dregið úr líkum á fátækt og aðstoðað börnin við að uppfylla markmið sín. 

Sáttmálar sem styðja réttindi barna og ungmenna til að taka þátt og þar af leiðandi ákvörðun um eigið líf hafa verið samþykktir í mörgum löndum. Börn sem flytja að heiman á eigin vegum nýta sér því réttindi sín til að ákveða sjálf að fara að heiman. Þrátt fyrir það hefur flutningur barna gjarnan verið tengdur við misnotkun, arðrán eða mansal. Rannsóknir hafa einblínt á neikvæða hlið á flutningi barna þar sem gert er ráð fyrir að þau séu viðkvæmir þolendur. Þá hlið er vissulega mikilvægt að hafa í huga en þó má ekki líta framhjá persónulegri reynslu og upplifun barna, tilfinningum þeirra og rétti til að taka ákvörðun um að flytja að heiman.

Þessi rannsókn fjallar um börn sem flytja á eigin vegum frá norður Ghana til Accra, höfuðborgarinnar, fyrir átján ára aldur. Þátttakendur fluttu í leit að betri tækifærum, þó ástæðurnar væru flóknar og margslungnar. Áhersla var á lífssögur barnnanna, lífið fyrir flutninginn, á meðan flutningnum stóð og eftir flutninginn; tilfinningalega upplifun þeirra á flutningnum, hvernig flutningurinn hafði áhrif á líf þeirra og réttindi þeirra, hvernig þau skilgreindu sín eigin réttindi, réttindi gagnvart því að flytja sem og ábyrgð ríkisins og fullorðinna til að tryggja og vernda réttindi og líf þeirra, og réttindi þeirra að búa í borginni. Niðurstöður sýna að flutningur barna er mjög flókið fyrirbæri. Mörg börn trúðu að líf þeirra myndi breytast eftir flutninginn en í staðinn þurftu þau að horfast í augu við ýmsa erfiðleika til dæmis varðandi óstöðuga vinnu og þar með tekjur, erfiðeika við að safna peningi og eiga í sig og á. Þau upplifðu einnig fordóma í sinn garð og voru með heimþrá. Mörg langaði að flytja aftur heim en upplifðu sig föst í höfuðborginni vegna skorts á tækifærum fyrir norðan sem og hárra væntinga sem fólkið í heimabænum bar til þeirra. Á sama tíma voru þau þakklát fyrir þau tækifæri og líf sem þau höfðu í borginni. Tilfinningarnar voru því flóknar og þau voru í stöðugum átökum við sjálf sig varðandi lífið bæði fyrir og eftir flutninginn, ákvörðunina að flytja, réttindi þeirra og annarra barna og framtíðina. 

English:

Children have always migrated in search for better opportunities and in many societies, child migration is considered as a survival strategy. Some scholars believe child migration can reduce poverty and help to fulfill children’s goals. Additionally, laws and legislations confirm children’s right to participate and make decisions concerning their lives, and some children use this right by deciding to migrate. Nevertheless, child migration is often implicated as trafficking, exploitation, and abuse. Studies also tend to focus on child migrants’ vulnerability and overlook their emotions and personal experiences. Consequently, the emphasis on the negative aspects of child migration downgrades these children’s right to participate and ignores their agency, although restricted.

This research focuses on children who migrate on their own from Northern Ghana to Accra, the capital, before the age of eighteen. The participants migrated in search for better opportunities, although the reasons were complicated and multi-faceted. Emphasis was on the migrants life stories, life before migrating, during the migration process and after migrating; emotional experiences, how migrating affected their lives; and rights, how the migrants understood their rights towards migrating, the governments and adults responsibilities to protect child migrants or children in their hometowns and their rights as migrants living in the city. Results showed how complicated the migration process can be for young people. Many believed the living conditions would improve in the city, but instead, they faced difficulties in getting a stable income, feeding themselves and saving money. They also felt discriminated against and homesick. Furthermore, they wished to be able to return back to their hometowns but felt stuck in the city due to lack of opportunities in the North and high expectations of their family and community members. At the same time the migrants were grateful for the life and opportunities they had in the city. Hence, they experienced conflicting emotions toward their past and current life, the decision to migrate and their rights. 

Heiti verkefnis: Réttindi barna og óháður búferlaflutningar barna í Ghana/The Rights of Independent Child Migrants in Ghana
Verkefnisstjóri: Jónína Einarsdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 16,17 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152113









Þetta vefsvæði byggir á Eplica