Öndunarerfiði í svefni – Eðli og klínískt mikilvægi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.3.2020

Aðalmarkmið þessa rannsóknarverkefnis var að rannsaka neikvæð heilsufarsáhrif svefnháðra öndunartruflana, frá hrotum til kæfisvefns með áherslu á einstaklingsbundin áhrif og mismunandi mælikvarða á alvarleika öndunartruflana.

Kæfisvefn er algengur svefnháður öndunarsjúkdómur sem veldur mikilli byrði á þá sem hafa sjúkdóminn, ásamt samfélaginu og hagkerfinu. Hins vegar eru núverandi greiningaraðferðir fyrir kæfisvefn flóknar og krefjast mikillar vinnu sérfræðinga og eru með miklum vanköntum. T.d. er metið að næstum 1 milljarður manna sé með kæfisvefn á heimsvísu (Benjafield et al 2019) með því að nota núverandi greiningaraðferð sem er einfaldlega að telja fjölda öndunarhléa fyrir hverja klst. svefns. Þessi talning öndunarhléa hefur þó litla fylgni við einkenni og meðferðarútkomu eins og greinar tengdar þessum styrk hafa sýnt. 

Þær fjórtán ritrýndu greinar í alþjóðlegum tímaritum sem hafa þegar birst í tengslum við þetta verkefni, hafa haft mikil áhrif á alþjóðavísu. Sex aðrar greinar eru í lokafrágangi eða í birtingarferli. Þverfaglegra rannsókna er þörf til að breyta því hvernig kæfisvefnsgreiningar og meðhöndlun eru framkvæmdar. Því munum við vinna áfram á sömu braut með alþjóðlegum samstarfsaðilum til að greining og meðhöndlun kæfisvefns verði einstaklingsmiðaðri og nýtum gervigreindaraðferðir til að fá meiri upplýsingar úr þeim lífmerkjum sem þegar eru mæld í svefnrannsóknum.

English:

Sleep apnea is a prevalent nocturnal breathing disorder and causes a high burden to the affected individuals, as well as to society and economy. However, current diagnostic methods for sleep apnea are complicated and labor-intensive processes for specialists involving various shortcomings. E.g. it is estimated that almost 1 billion people worldwide (Benjafield et al 2019) are affected by sleep apnea using the current method of simply counting breathing cessations using the apnea-hypopnea index (AHI) per hour of sleep. The AHI, however, relates poorly to symptoms and treatment outcomes as the publications related to this grant have showed.

The main objective of this research project focused on the pathophysiological effects of sleep disordered breathing from snoring to sleep apnea with a focus on interindividual differences and different indices to measure sleep disordered breathing severity. The fourteen peer-reviewed papers already published international journals in relation to this project have had a major international impact. Six more papers are currently in final preparation or in review process. Multi-disciplinary approaches are needed to push the boundaries of the sleep apnea field further. We are continuing this work with international collaboration to personalize sleep apnea diagnosis and treatment using novel machine learning solutions to get more information from the physiological signals already collected in sleep studies.  

Heiti verkefnis: Öndunarerfiði í svefni – Eðli og klínískt mikilvægi/Obstructive breathing during sleep - Characteristics and clinical importance
Verkefnisstjóri:
Erna Sif Arnardóttir, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 35,181 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 174067









Þetta vefsvæði byggir á Eplica