Rannsóknasjóður: júlí 2020

30.7.2020 : Þróun aðferðar til þess að meta misnotkun lyfseðisskyldra lyfja og notkun ólöglegra fíkniefna með faraldsfræði frárennslisvatns - verkefni lokið

Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferð til þess að meta misnotkun fíkniefna og lyfja í Reykjavík með því að nota faraldsfræði frárennslisvatns. Samkvæmt þessari aðferðafræði er litið á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi og styrkur fíkniefna og lyfja í sýninu er notaður til þess að fylgjast með misnotkun þessara efna.

Lesa meira

30.7.2020 : Kjarna/skeljar nanóloftnet - verkefni lokið

      Kjarna/skeljar nanóvírar eru slöngulaga með innri kjarna og ytri skel úr mismunandi efnum, með geisla u.þ.b. 50-100 nm. Þversnið þeirra er venjulega sexhyrnt, en annars konar lögun eins og hringur, ferningur eða þríhyrningur er einnig möguleg. Fjölhyrndur þverskurður er sérstakelga áhugaverður þar sem rafeindir geta staðbundist í hornunum. 

Lesa meira

30.7.2020 : ForHot skógur: Áhrif jarðvegshlýnunar á kolefnishringrás íslensks skógarvistkerfis - verkefni lokið

Aukinn skilningur á hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á efnaferla og samsetningu bæði náttúrulegra og manngerðra vistkerfa er ein af stærstu rannsóknaspurningum 21. aldar. Markmið verkefnisins var einmitt að svara lykilspurningum á því sviði.

Lesa meira

30.7.2020 : Óskilgreindir brjóstverkir sem ekki eru vegna kransæðasjúkdóma: Algengi og mögulegt meðferðarinngrip - verkefni lokið

Á hverju ári leitar fjöldi sjúklinga læknisþjónustu með brjóstverki sem ekki reynast stafa af hjartasjúkdómum, heldur geta verið vegna ýmissa líkamlegra og andlegra orsakaþátta. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi ótilgreindra brjóstverkja á Íslandi og tengsl þeirra við andlega líðan, notkun á heilbrigðisþjónustu og kostnað við meðferð. 

Lesa meira

30.7.2020 : Greining á hlutverki MITF í litfrumum og sortuæxlum með skilyrtum stökkbreytingum í mús - verkefni lokið

Í verkefni þessu voru tvær nýjar skilyrtar stökkbreytingar í Mitf geninu notaðar til að greina hlutverk þessa mikilvæga stjórnpróteins í þroskun litfruma og forvera þeirra og í myndun sortuæxla. Einnig voru útbúnar litfrumulínur sem bera þessar skilyrtu stökkbreytingar og svipgerð þeirra skoðuð. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica