ForHot skógur: Áhrif jarðvegshlýnunar á kolefnishringrás íslensks skógarvistkerfis - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.7.2020

Aukinn skilningur á hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á efnaferla og samsetningu bæði náttúrulegra og manngerðra vistkerfa er ein af stærstu rannsóknaspurningum 21. aldar. Markmið verkefnisins var einmitt að svara lykilspurningum á því sviði.

Þann 29. maí 2008 varð jarðskjálfti á Suðurlandi sem meðal annars olli því að jarðhitasvæði á landi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi færðist til undir náttúruleg graslendi og 45 ára gamlan greniskóg sem ræktaður hafið verið upp á áður „köldum“ jarðvegi. Jarðvegshiti hækkaði milli 0 og 47°C á svæðunum. Þetta býður upp á einstakar aðstæður á heimsvísu til að rannsaka hvað gerist þegar jarðvegur hlýnar.

ForHot-skógur verkefnið hafði mikla alþjóðlega skírskotun og það dró að sér öfluga evrópska samstarfsaðila. Þetta leiddi svo til tveggja nýrra rannsóknaverkefna sem unnin voru samhliða á náttúrulegu graslendunum, þar sem bæði áhrif jarðvegshlýnunar og breytinga á köfnunarefnisákomu voru rannsökuð.

Fyrsta vísindagreinin frá verkefninu kom út árið 2016, en núna við lok íslenska ForHot-skógur verkefnisins hafa rannsóknirnar leitt til birtingar á 21 ritrýndri vísindagrein í alþjóðlegum tímaritum og þar af einnar í Nature Climate Change og annarar í Nature Ecology and Evolution. Fjórar aðrar greinar eru í lokafrágangi eða í birtingarferli og einn íslenskur doktorsnemi mun fljótlega verja doktorsgráðu sína út frá verkefninu.

Verkefnið leiddi jafnframt til nýs H2020 samstarfsverkefnis (2019-2023) þar rannsóknaraðstaðan á Reykjum er notuð til að þjálfa 15 nýja doktorsnema í umhverfisfræðum og tækni.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.forhot.is

English:

Understanding and predicting how global warming affects the structure and function of both natural and managed ecosystems is a key challenge of the 21st century. The overall goal of the “FORHOT-Forest - Effects of natural soil warming on the carbon cycle of an Icelandic forest ecosystem” project was to take advantage of unique natural (geothermal) soil temperature gradients that exist in Iceland.

On 29th of May 2008, there was a large earthquake in S-Iceland that moved a geothermal system to a new and previously “cold” area covered by a 45 year old Sitka spruce plantation and unmanaged grasslands, which increased their soil temperature by +0 to +47 °C. This yielded ideal conditions to study how soil warming affects ecosystem structure and function and to explore the causal effects of warming on terrestrial ecosystem processes.

The ForHot-Forest project attracted European collaborators and during its time, two new research project were started on the unmanaged grasslands, involving both soil warming and manipulations of their nutrient cycle.

The first paper from the project appeared in 2016, but now 21 papers have been published in peer-reviewed scientific journals and of those one appeared in Nature Climate Change and another in Nature Ecology and Evolution. For more papers are in press and one Icelandic PhD student is about to defend his degree.

The ForHot-Forest also resulted in a new H2020 ITN project (Future Arctic; 2019-2023) where the research infrastructures at the ForHot sites are used to train 15 new PhD students in terrestrial ecology and environmental technology.

For further info see www.forhot.is

Heiti verkefnis: ForHot skógur: Áhrif jarðvegshlýnunar á kolefnishringrás íslensks skógarvistkerfis/ForHot-Forest: Effects of natural soil warming on the carbon cycle of an Icelandic forest ecosystem
Verkefnisstjóri: Bjarni Diðrik Sigurðsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018 
Fjárhæð styrks: 42.357 millj. kr. alls
Styrknúmer Rannís: 163272









Þetta vefsvæði byggir á Eplica