Kjarna/skeljar nanóloftnet - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.7.2020

      Kjarna/skeljar nanóvírar eru slöngulaga með innri kjarna og ytri skel úr mismunandi efnum, með geisla u.þ.b. 50-100 nm. Þversnið þeirra er venjulega sexhyrnt, en annars konar lögun eins og hringur, ferningur eða þríhyrningur er einnig möguleg. Fjölhyrndur þverskurður er sérstakelga áhugaverður þar sem rafeindir geta staðbundist í hornunum. 

Aðal markmið rannsóknaverkefnisins var skilningur á dreifingu hleðslu og straums í slíkum nanóvír og afleiðingar hennar í tilraunum þegar nanóvírinn hegðar sér eins og móttakara- eða sendanda loftnet. Okkur tókst að túlka nýlegar niðurstöður tilrauna varðandi leiðnisveiflur í vírunum í þverstæðu segulsviði sem þéttir hleðsludreifinguna á hliðum vírsins. Einnig tókst okkur að skilja klofnun í ljómunarrófi vegna mismunandi örveindaorku í hliðum með mismunandi þykkt. Við sögðum fyrir um misáttun í dreifingu ljóss af eða geislun þess frá kjarna/skeljarvírum með hyrndum skurðfleti, eins og tilraunir hafa sýnt fram á. Verkefnið leiddi til þrettán greina, þar af níu í ISI-tímaritum, einnar í ritrýningu, og einnar í IEEE ráðstefnuriti, og einnar doktorsritgerðar.

English:

Core/shell nanowires are tubular structures consisting of an internal core and an external shell of different materials, with diameter of the order of 50-100 nm. The cross section is usually hexagonal, but other shapes, like circular, square, or triangular are also possible. Polygonal shapes are in particular interesting because electrons can be localized in the corners of the polygons. The main goal of this project was to understand the charge and current distributions along such a nanowire and their consequences in experimental situations when the nanowire behaves like a receiver or emitter antenna. We could explain recent experimental results, such as oscillations of the conductivity of the shell due to a transverse magnetic field which concentrates the electrons on the sides of the nanowire, and split photoluminescence spectra due to different exciton energies in regions with different side thickness. We also made predictions on the anisotropic character of the electromagnetic field scattered or radiated by a core/shell nanowire with prismatic geometry, to be observed in experiments. The project yielded thirteen publications, of which nine in ISI journals, one in review, and three in peer reviewed IEEE conference proceedings, and one PhD thesis.  

Andrei-manol

The figure shows the distribution of electrons (filled circles) and holes (empty circles) belonging to the valence band, within a triangular shell, in different intervals (zones) of exciton energies. The blue electron is excited in the conduction band. Nano Letters 18, 2581 (2018).

Heiti verkefnis: Kjarna/skeljar nanóloftnet/ Core/shell nanoantennas
Verkefnisstjóri: Andrei Manolescu, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 41,272 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 163438

Þetta vefsvæði byggir á Eplica