Söguleg samsetning þorsks - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.3.2020

Meginmarkmið verkefnisins var að nota líffræðilegan efnivið úr fornleifauppgröftrum á fornum verstöðvum til að rannsaka vist- og erfðafræðilegar breytingar á þorskstofninum síðasta árþúsund. Það tímabil einkenndist af töluverðum sveiflum í sjávarhita og breytingum á nýtingu veiðistofna á norður Atlantshafi, ekki síst þorsks. 


Þverfræðilegar greiningar á verstöðvunum og fiskibeinum úr uppgröfturm hafa þegar leitt til umtalsverðra aðferðafræðilegra framfara, orðið tilefni til fjögurra vísindagreina og breytt hugmyndum um sögulegar fiskveiðar og vistfræði fiskistofna við Ísland. Ekki er síst mikilvægt að niðurstöður verkefnisins hafa lagt grunn að langtíma gagnasafni vistfræði íslenska þorskstofnsins, t.d. hvað varðar vöxt, fæðuvist og erfðauppbyggingu stofnsins. Þess gögn geta verið ómetanleg fyrir rannsóknir á áhrifum manngerðra breytinga og umhverfisbreytinga á þorskstofna. Sá hluti verkefnisins sem snýr að erfðamengjafræði er enn í vinnslu þar sem um stórt gagnasafn er að ræða. Það er þó ljóst að sú aðferðafræðilega þróun sem hefur farið fram innan verkefnisins, getur leitt til umtalsverðra úrbóta á nýtingu fornra beina við rannsóknir á fiskistofnum. Að auki mun tölfræðigreining á því gagnasafni sem þegar er til staðar, leiða til nýrrar þekkingar á langtíma erfðafræðilegri uppbyggingu þorsks við Ísland.

The main objective of this project was to use zoo-archaeological material from historical fishing sites to examine spatiotemporal genetic and trophic change of North Atlantic cod populations over the last millennium, a period of significant fluctuations in climate and one that saw the onset of international Atlantic cod fisheries. Multidisciplinary analysis of these sites and samples has already resulted in significant methodological development, several publications and the results have already changed our understanding of historical fisheries in Iceland and demersal fish ecology in general. The results from the project have moreover set an unprecedented long-term ecological baseline for Atlantic cod ecology, for example on growth, trophic level and population composition, that will prove invaluable for current and future studies of anthropogenic and environmental driven impacts to the species. The genomic component of the project is still underway but with extraction and manipulation methods in hand, the bioinformatics pipeline in place and consistent genotyping, the project has shown that it is possible to reliably use archeological samples of cod bones for drawing inferences on cod ecology and exploitation. 

Heiti verkefnis: Söguleg samsetning þorsks/CodStory
Verkefnisstjóri: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Háskóla Íslands

Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 29,892 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152226

Þetta vefsvæði byggir á Eplica