Rannsóknasjóður: 2019

23.9.2019 : Reikniaðferðir til að spá fyrir um hraða hitaháðra breytinga - verkefni lokið

The project involved the development of computational methods for identifying the mechanism and estimating the rate of transitions that occur because of thermal fluctuations. 

Lesa meira

13.9.2019 : Mývatnssveit: Sjálfbærni, umhverfi og þróun u.þ.b. 1700-1950 - verkefni lokið

MYSEAC er skammstöfun fyrir heiti á þverfaglegu rannsóknarverkefni sem farið hefur fram undanfarin þrjú ár – „The Mývatn District of Iceland: Sustainability, Environment and Change ca.AD 1700 to 1950.“ 

Lesa meira

13.9.2019 : Straumareiknirit fyrir heilraðgreiningu erfðamengja - verkefni lokið

Í þessu verkefni voru reiknirit þróuð við smíði þjappaðra de Bruijn neta beint út frá raðgreiningargögnum á DNA. Við sýndum fram á að mögulegt er að smíða beint þjappaða útgáfu af netinu án þess að búa fyrst til óþjappað net. 

Lesa meira

12.9.2019 : Hraðvirk hönnun á samþjöppuðum örbylgjukerfum - verkefni lokið

Hagkvæm samþjöppun á íhlutum fyrir örbylgjukerfi er mikilvæg fyrir örbylgjuverkfræði. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa hraðvirkar og hagkvæmar bestunaraðferðir til að hanna flókna og samþjappanlegar örbylgjurafrásir og íhluti. 

Lesa meira

12.9.2019 : Klínískt matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að fara að gangast undir heildarmjaðmaliðarskipti og fyrir þá sem eru búnir að gangast undir aðgerð

Markmið okkar með rannsókninni var að finna áreiðanlegt mælitæki sem segði til um hvort sjúklingur sem er að fara í gerviliðaaðgerð á mjöðm eigi að fá steypan (e. cemented) eða ósteyptan (e. uncemented) gervilið. 

Lesa meira

12.9.2019 : Áhrif loftslagsbreytinga og landnýtingar á gróður og jarðveg í Húnavatnssýslum á Nútíma - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga og mannvistar á landvistkerfi á nútíma síðustu 10.000-11.000 ár á Norðvesturlandi. 

Lesa meira

10.9.2019 : Notkun stöðugra samsætna til aukins skilnings á eðlisfræðilegum ferlum í vatnshringrás andrúmsloftsins - verkefni lokið

Vatnsgufa andrúmslofts er mikilvæg til að viðhalda hringrás vatns um jörðina og ein áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Þekking okkar á ferlum í andrúmsloftinu er hins vegar takmörkuð, sér í lagi þegar kemur að skýjamyndun og breytilegu rakastigi veðrahvolfsins. 

Lesa meira

10.9.2019 : Tíðni og stærð sprengigosa í kjölfar afjöklunar á Íslandi með sérstakri áherslu á aukna tíðni í Grímsvötnum á tímabilinu frá því fyrir 10,4-9,9 þús. árum (hið svokallaða Saksunarvatns gjóskulag) - verkefni lokið

Saksunarvatns gjóskan, sem svo hefur verið nefnd, er gjóskulag sem á uppruna sinn í Grímsvötnum og myndaðist þar fyrir um 10,4-9,9 þúsund árum. 

Lesa meira

10.9.2019 : Smíði nýstárlegra yfirborða fyrir yfirborðs-Raman greiningu - verkefni lokið

Í verkefninu voru þróaðar nýjar aðferðir til að útbúa yfirborð sem henta til frumuræktunar en geta jafnframt magnað upp svokallaða Raman-dreifingu ljóseinda allt að því milljónfalt. 

Lesa meira

27.6.2019 : Kortlagning og vöktun á náttúru Íslands með fjarkönnun - öndvegisverkefni lokið

Á Íslandi valda náttúruöflin sem og umsvif mannsins örum breytingum á landslagi sem aftur hefur félagshagfræðileg áhrif á land og þjóð. Hér á landi eru breytingar, sem verða af völdum t.d. jarðskorpuhreyfinga, eldvirkni, jöklunar eða veðráttu, dæmi um slíkar sem eiga sér stað víðsvegar um heim og hafa áhrif á nútímasamfélög manna. Þar sem náttúruöflin eru afar virk sem og nú á tímum loftslagsbreytinga verður mikilvægi samtíma kortlagningar og vöktunartækni í hárri tímaupplausn seint ofmetin. Hún gegnir lykilhlutverki í að draga úr áhrifum og skilja umfang náttúrulegra ferla sem jafnframt geta tengst innbyrðis. 

Lesa meira

27.6.2019 : Hermi- og brjóstvitstrjáleit í alhliða leikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunartökuvandamálum - verkefni lokið

Tækni byggð á gervigreind er að finna í síauknum mæli í hugbúnaði og tækjum sem þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir í rauntíma. Brjóstvitsleit er ein af grundvallar lausnaraðferðum gervigreindar við að leysa slík ákvörðunartökuvandamál. Á undanförnum árum hefur ný gerð brjóstvitsleitaraðferða verið að ryðja sér til rúms, sem leggja aukna áherslu á hermileit. Í þessu verkefni voru slíkar hermiaðferðir við leit rannsakaðar og endurbættar með vélnámsaðferðum, og gæði þeirra metin í alhliðaleikjaspilun og öðrum flóknum ákvörðunarvandamálum, þ.m.t. í vandamálum tengdum orkugeiranum og fiskvinnslu.

Lesa meira

27.6.2019 : Bakgrunnsljós vetrarbrautanna með augum næstu kynslóðar geimsjónauka - verkefni lokið

Eftir að fyrstu sólstjörnurnar hófu að myndast byrjaði ljós að safnast fyrir í myrkum alheimi. Bakgrunnsljós alheimsins er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni og hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun vetrarbrauta frá upphafi til dagsins í dag. Þessu verkefni var ætlað að varpa ljósi á frumuppsprettur bakgrunnsljóssins og undirbúa þessa undirgrein stjanvísindana fyrir komu næstu-kynslóðar geimsjónauka: James Webb sjónauka NASA og Euclid sjónauka ESA. 

Lesa meira

15.4.2019 : Athyglisvirkni í söfnunarverkefnum og tengsl við sjónræna athygli - verkefni lokið

As we interact with the environment, our gaze and attention are pulled towards items that we have interacted with before and are behaviourally important to us. We have investigated such attentional function with visual foraging tasks where observers attempt to collect as many items as they can. 

Lesa meira

5.4.2019 : Veruleiki peninga - verkefni lokið

Veruleiki peninga er heimspekileg rannsókn á peningum og peningalegu gildi og er verkefnið hýst af Heimspekistofnun Háskóla Íslands. 

Lesa meira

25.3.2019 : Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- verkefni lokið

Súrefnismælingar í sjónhimnu augans hafa verið í stöðugri þróun. Skortur er hinsvegar á mælingum í æðahimnu augans. Í upphafi verkefnisins var því kannað hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu augans sem er himnan sem liggur fyrir innan sjónhimnuna þegar horft er á augnbotn í gegnum ljósopið. Slíkar mælingar gætu hugsanlega varpað nýju ljósi á sjúkdóma líkt og gláku og aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD). 

Lesa meira

25.3.2019 : Netsamskipti á Íslandi - málnotkun í óformlegu umhverfi netsins og viðhorf til hennar - verkefni lokið

Aðalmarkmið doktorsverkefnisins var að rannsaka málnotkun Íslendinga á samfélagsmiðlum og mat málnotenda á slíkri málnotkun. Verkefnið rannsakaði málhegðun Íslendinga á Facebook með því að greina hvernig málhafar nýta sér mismunandi tungumál (eins og íslensku eða ensku), talmálseinkenni eða óyrt tákn (t.d. tjámynd) til að ná tilteknum samskiptamarkmiðum. 

Lesa meira

25.3.2019 : Náttúruefni sem lyfjasprotar gegn taugahrörnunarsjúkdómum – fjölþátta nálgun á verkunarmáta - verkefni lokið

Alzheimer og aðrir taugahrörnunarsjúkdómar skerða verulega vitræna getu sjúklinga og takmörkuð úrræði eru í boði við þessum sjúkdómum. Meginviðfangsefni verkefnisins var að kanna áhrif efnasambanda á tvö mismunandi lyfjaskotmörk; annað er ensím og hitt er viðtaki sem bæði eru mikilvæg í tengslum við taugahrörnun í heila.

Lesa meira

22.3.2019 : Nútímanálgun á heimspeki sem lífsmáta - verkefni lokið

Í þessari rannsókn er gengið út frá hugmynd Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta, þ.e. sjálfsþroskaferli sem á sér stað með iðkun þess sem Hadot kallar andlegar æfingar, ásamt kenningasmíð, og gerir heimspekingnum kleift að hverfa frá innra ójafnvægi og áhyggjum yfir í visku og frið.

Lesa meira

22.3.2019 : Náttúrulegt val og þróun svipfarsbreytileika meðal íslenskra dvergbleikju stofna - verkefni lokið

Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er að bæta skilning á lífssögu dvergbleikjustofna (Salvelinus alpinus) í lindakerfum Íslands og að skoða hvaða þátt umhverfið gegnir í að móta þessa lífssögu. 

Lesa meira

22.3.2019 : Þróun sjálfstjórnunar við upphaf unglingsára og tengsl við æskilegan þroska og námsgengi - verkefni lokið

Intentional self-regulation (ISR), which involves goal-directed behaviors and actions, allow people to select, prioritize, commit to, and achieve positive goals and avoid negative ones, thereby shaping their developmental trajectory. The current study assessed ISR, the more narrow and cognitive, executive functioning skills (EF), motivation, positive development, risk behaviors, and academic achievement. In addition, symptoms of ADHD were assessed. 

Lesa meira

21.3.2019 : Stjórnun þekjuvarna í lungum - verkefni lokið

Boðleiðir náttúrulegs ónæmis og tjáning gena fyrir örverudrepandi peptíð voru til rannsóknar í lungnaþekjufrumum. Áhrif cathelín LL-37 var athugað tengt sérhæfingarferli lungnaþekjufruma. Frumulíkan fyrir Bordetellu sýkingar var sett upp. 

Lesa meira

21.3.2019 : Framleiðsla verðmætra efna úr þangsykrum með hjálp hitakærra baktería - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að nýta hitakærar bakteríur af ættkvíslinni Thermoanaerobacterium til þess að umbreyta niðurbrotsafurðum þangsykra í verðmæt efni. Eitt af mikilvægustu verkefnum líftækninnar í dag er að þróa hagkvæma framleiðslu á verðmætum efnum úr ódýrum lífmassa.

Lesa meira

21.3.2019 : Langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga (fæddir1999); Tengsl við svefn og námsárangur - verkefni lokið

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða stöðu og langtímabreytingar á holdafari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum íslenskra ungmenna (fædd 1999) við 7 og 9 ára aldur og síðan við 15 ára og 17 ára aldur. Metið var samband þessara þátta við fjölmarga heilsufarsþætti og námsárangur. Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka m.a. svefnvenjur og hreyfivirkni ungmennanna og skoða mögulegar breytingar á þeim þáttum frá 15 ára til 17 ára aldurs. 

Lesa meira

21.3.2019 : Hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í bandvefsumbreytingu brjóstkirtils og brjóstakrabbameini - verkefni lokið

Verkefnið miðaði að því að afhjúpa hlutverk Delta-like 1 homolog (DLK1) í greinóttri formgerð brjóstkirtils og framþróun brjóstakrabbameins. 

Lesa meira

20.3.2019 : Reynsla Íslendinga sem flytjast til Noregs eftir efnahagshrunið 2008 - verkefni lokið

Í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008 flutti aukinn fjöldi Íslendinga til Noregs í atvinnuleit. Markmið doktorsrannsóknarinnar var að skoða upplifun þessa íslenska hóps í Noregi, með áherslu á hvernig kyn, kynþáttur, þjóðerni og stétt skarast þegar kemur að reynslu fólks á faraldsfæti. 

Lesa meira

20.3.2019 : Flækjur verslunavara. Fornleifafræði einokunarverslunar - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru að kanna minjar einokunarverslunarinnar á Íslandi (1602-1787). 

Lesa meira

20.3.2019 : Áhrif umhverfis og lýðfræði á farhætti fugla - verkefni lokið

Það er aðkallandi og krefjandi að skilja betur hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á stofna og útbreiðslu lífvera. Tegundir sem sýna breytileika í farkerfum gefa góð tækifæri til að kanna hvernig ákvarðanir einstaklinga hafa áhrif á stofna og útbreiðslu. 

Lesa meira

20.3.2019 : Skortur í virkjunarþáttum lektínferils komplímentkerfisins: algengi, uppbæting og klínísk áhrif - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru í fyrsta lagi að kanna tíðni erfðabreytileika sem valda skorti á tveimur lektínum komplímentkerfisins sem nefnast mannan bindilektín (MBL) (gen MBL2) og fíkólín-3 (gen FCN3). Í öðru lagi að rannsaka hvort að MBL skortur gæti verið bættur upp af fíkólín-2 (gen FCN2) og í þriðja lagi að kanna möguleg tengsl erfðabreytileikanna við hjarta- og æðasjúkdóma. 

Lesa meira

19.3.2019 : Hvað má læra af IgA skorti - Leiðir til sértækra meðferðarúrræða fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma - verkefni lokið

Megin markmið rannsóknarinnar nú var að skoða ítarlega klínískt birtingarform einstaklinga með sIgAD m.t.t. hugsanlegra ónæmisfræðilegra lífvísa og meingena, auk ferlagreiningar með sérstaka áherslu á sjúkdómstilurð sjálfsónæmissjúkdóma. 

Lesa meira

19.3.2019 : Gallar í DNA viðgerð og lyfjasvörun í brjóst- og eggjastokkakrabbameini - verkefni lokið

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á Íslandi. Krabbamein í eggjastokkum er mun sjaldgæfara heldur en brjóstakrabbamein en greinist oft seint og hefur því tilhneigingu til að vera illvígara. 

Lesa meira

19.3.2019 : Mikilvægi eggjastærðar fyrir þróun fjölbreytileika fiska - verkefni lokið

Breytileiki á hrognastærð innan og milli tegunda fiska er umtalsverður og hrognastærð hefur áhrif á afkomu og hæfni afkvæma. Skilningur okkar á því hvaða áhrif eggjastærð getur haft á þroskunarferla afkvæma er aftur á móti takmarkaður. 

Lesa meira

18.1.2019 : Þróun og prófun á gagnvirkri hjálparaðferð við meðferðarákvarðanatöku sjúklinga sem nýlega hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein - verkefni lokið

Nokkrar meðferðarleiðir eru í boði við staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini (BHKK), það er virkt eftirlit, skurðaðgerð og geislameðferð. Lífslíkur eru sambærilegar óháð því hvaða meðferð valin er og því reynist mönnum oft erfitt að ákveða meðferðarleið. Einnig eru aukaverkanir sem fylgja meðferðarleiðunum ólíkar og misalvarlegar. 

Lesa meira

17.1.2019 : RYK- Uppblástur ryks og dreifing þess frá Íslandi - verkefni lokið

Fylgst var með rykframleiðslu á nokkrum af helstu náttúrulegu rykuppsprettum landsins og tekin þar sýni. Einnig voru tekin sýni af loftbornum rykögnum á nokkrum stöðum á landinu. 

Lesa meira

17.1.2019 : Kvikar hreyfingar og fjölfærni í kuldavirku ensími: tvenndargerð alkalísks fosfatasa - verkefni lokið

Rannsóknarverkefnið snerist um kuldavirkt afbrigði af ensími úr kaldsjávarörveru sem er útbreitt í náttúrunni og er vel þekkt á flestum rannsóknarstofum (alkalískur fosfatasi). Gallar í því valda ýmsum sjúkdómum í mönnum, svo sem beinkröm og þarmabólgum, en í örverum sér það um næringarnám á fosfór. Flest ensím vinna sem klasar (oligomers) og eru tvenndir sams konar eininga (homodimers) algengasta formið. Enn er óljóst hverjir eru kostir þessa fyrirkomulags, og því þess virði að afla frekari upplýsinga með tilraunum. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica