Langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga (fæddir1999); Tengsl við svefn og námsárangur - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.3.2019

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða stöðu og langtímabreytingar á holdafari, hreyfingu, svefni, þreki, andlegum þáttum og lifnaðarháttum íslenskra ungmenna (fædd 1999) við 7 og 9 ára aldur og síðan við 15 ára og 17 ára aldur. Metið var samband þessara þátta við fjölmarga heilsufarsþætti og námsárangur. Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka m.a. svefnvenjur og hreyfivirkni ungmennanna og skoða mögulegar breytingar á þeim þáttum frá 15 ára til 17 ára aldurs. 

Niðurstöður við 15 ára aldur sýndu að um helmingur ungmenna náði opinberum viðmiðum um hreyfingu og ekki mældist marktækur munur á milli kynja. Ungmennin fóru seint að sofa og sváfu einungis 6,2 klst á virkum dögum og 7,3 klst um helgar. Aukinn breytileiki (SD) í svefntíma og svefnlengd tengdist hærri líkamsfitu. Þau ungmenni sem hreyfa sig mest og verja minnstum tíma við skjá hafa fæst einkenni um andlega vanlíðan. Meðal drengja sjást tengsl milli aukins skjátíma og aukins breytileika á svefntíma.

Við 17 ára aldur hafði hreyfing dregist saman um 13% miðað við 15 ára og sú breyting á sér fyrst og fremst stað á virkum dögum en ekki um helgar. Þátttaka í íþróttum dróst saman um 25% á milli mælinga. Á sama tíma þyngdust bæði stúlkur og drengir en ekki varð marktæk breyting á líkamsþyngdarstuðli. Svefn styttist enn frekar og var 24 mínútum styttri yfir vikuna við 17 ára aldur en við 15 ára aldur og breytileiki á svefn lengd og svefntíma jókst, sérstaklega var háttatími seinni en við fyrri mælingu. Breytileiki í svefntíma var meiri meðal þeirra sem vörðu miklum tíma við skjá, sérlega meðal drengja. Nemendur sem hófu nám í framhaldsskóla með fjölbrautakerfi sváfu lengur en nemendur í bekkjarkerfi en ekki sást munur á hreyfingu milli nemenda í þessum tveimur tegundum skólakerfa.

Í ljósi þessarar þekkingar má efla heilbrigðisfræðslu meðal ungs fólks með aukinni meðvitund, þekkingu og skilningi þess á eigin heilsu og þeim umhverfisþáttum sem hafa áhrif á heilbrigði og velferð þeirra. Draga má þá ályktun að vísindalegt- sem og hagnýtt gildi rannsóknarinnar sé ótvírætt og ávinningurinn umtalsverður.

Aukin þekking á þeim breytingum sem verða á atgervi og heilsufari barna og ungmenna er nauðsynleg í nútíma þjóðfélögum. Sérstaklega áhugavert er að skoða þróun breytingar á heilsufarsþáttum milli skólastiga t.d. frá grunnskóla yfir í framhaldsskóla. Þær heilsufarslegu upplýsingar sem aflað var í þessari langtímarannsókn um íslensk ungmenni munu gefa mjög dýrmæta vitneskju sem nýta má við ákvarðanatöku um forvarnir innan heilbrigðis- og mennamála á komandi árum og áratugum.

English

The overall aim of this research project (Longitudinal study of physical health status in a young Icelandic cohort (born 1999): Interrelations with sleep and educational attainment) was to investigate the physical health status, in particular longitudinal changes in body composition, physical activity, sleep, mental aspects and fitness in a cohort of Icelandic children (born in 1999), from age 7 and 9 years old to 15 and 17 years old. Furthermore, to assess how these factors are associated with objective measures of sleeping patterns and physical activity in adolescence and the longitudinal change from age 15 to 17.

Results at age 15 revealed that almost half of the participants fulfilled the physical activity recommendations according to the questionnaire but weekly averages were not different between sexes. Girls and boys did not differ in subjective nor objective measures of sleep. Adolescence have a late bedtime and average sleep duration on school days was only 6.2 hours per night and 7.3 hours on non-school days. Higher variance (SD) in sleep was associated with higher body fat percentage. Less screen time and more frequent vigorous physical activity were each associated with reporting fewer symptoms of depression, anxiety, low self-esteem, and life dissatisfaction. There were associations between higher screen usage and variance in sleeping patterns.

The total activity decreased 13.1% from age 15 to 17 and that change was only observable on school days, but not on non-school days. Participation in sports decreased 25% between age 15 and 17. Boys and girls were taller, heavier and had higher BMI at age 17 than at age 15. Body fat percentage did not change significantly for either sex.

Over the two year span time in bed decreased from 7.5 h/night at age 15 to 7.1 h/night at age 17 and sleep duration decreased from 6.6 h/night to 6.2 h/night from age 15 to 17. Increased variability was higher for those who reported higher screen time, especially among boys. Students attending secondary schools with college style schedules slept longer than students in schools with traditional style schedules did. No difference was found in change in activity between the two school systems.

Adolescence marks a period of widespread changes in a persons’ life, due to the substantial physical- and mental development-taking place at that age, furthermore, increased autonomy and the altered educational and social environment transpiring from primary to secondary school plays a big role in the adolescents life. Knowledge on the development of various lifestyle factors during adolescence, and its association with daily competency, will yield valuable information for health and educational authorities in Iceland.

Heiti verkefnis: Langtímarannsókn á stöðu heilbrigðisþátta ungra Íslendinga (fæddir1999); Tengsl við svefn og námsárangur/Longitudinal study of physical health status in a young Icelandic cohort (born 1999): Interrelations with sleep and educational attainment
Verkefnisstjóri: Erlingur Jóhannsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 29,735 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152509

Þetta vefsvæði byggir á Eplica