Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.3.2019

Súrefnismælingar í sjónhimnu augans hafa verið í stöðugri þróun. Skortur er hinsvegar á mælingum í æðahimnu augans. Í upphafi verkefnisins var því kannað hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu augans sem er himnan sem liggur fyrir innan sjónhimnuna þegar horft er á augnbotn í gegnum ljósopið. Slíkar mælingar gætu hugsanlega varpað nýju ljósi á sjúkdóma líkt og gláku og aldursbundna hrörnun í augnbotnum (AMD). 

Mælingarnar kalla aftur á móti á aðra tækni en þegar teknar eru súrefnismyndir af sjónhimnu. Markmiðið var því að prófa nýja tækni til að sjá hvort hægt væri að mæla súrefnismettun í æðahimnu og mæla síðan sjúklinga með gláku og AMD. Niðurstöður sýndu hinsvegar að súrefnismælingar í æðahimnu augans með þessari nýju tækni (e. Scanning laser ophthalmoscope, SLO) virka ekki samanborið við súrefnismælingar í sjónhimnu augans með augnbotnamyndavél. Súrefnismettun var því mæld í sjónhimnuæðum (í stað æðahimnu) með sjónhimnusúrefnismæli sem þróaður var hér á landi, í nokkrum sjúklingahópum. Mældir voru yfir 500 einstaklingar með gláku í samstarfi við rannsóknarhóp frá Belgíu og standa greiningar á þeim gögnum enn yfir. Í aldursbundinni hrörnun í augnbotnum (AMD) kom í ljós að ákveðin tegund af lyfi (and VEGF, Bevacizumab) virðist lækka súrefnismettun í bláæðlingum viku eftir að lyfi er sprautað inn í auga. Sjúklingar með væga vitræna skerðingu (MCI) sýna hækkaða mettun bæði í slagæðlingum og bláæðlingum. Í heilbrigðum einstaklingum mælist svæðið í kringum miðgróf sjónhimnunnar með vel hækkaða mettun í bláæðlingum og einnig slagæðlingum. Niðurstöður hafa verið kynntar á ráðstefnum ásamt því sem þær eru birtar í ritrýndu tímariti.

Mælingarnar varpa frekari ljósi á lífeðlisfræði augans og áhrif ýmissa sjúkdóma á efnaskipti í sjónhimnunni. Slíkar upplýsingar geta hjálpað til við eftirlit sjúkdóma og gefið vísbendingar um framvindu þeirra líkt og í gláku og hugsanlega MCI.

English

There is continuous evolvement in retinal oxygen saturation measurements. However, there is a lack of information on choroidal oxygen measurements. Therefore, in the beginning of the project the goal was to find out whether it is possible to measure chorodial oxygen saturation. Such measurements could give new information on diseases such as glaucoma and age related macular degeneration (AMD). Different from the retina, the choroid is not as visible through the lens of the eye. Therefore, a new approach was needed and a scanning laser ophthalmoscope (SLO) was used to image the fundus of the eye. The results showed that it is difficult to measure choroidal oxygen saturation even with the new technique. Oxygen saturation was therefore eventually measured in the retina in few groups of patients. A retinal oximeter that was developed in Iceland was used for these measurements. Over 500 individuals with glaucoma were measured in collaboration with a research group in Leuven, Belgium. The large amount of data is still being analysed. In AMD, it was found that a special anti VEGF drug (Bevacizumab) decreases venular oxygen saturation a week after injection of the drug. Patients with mild cognitive impairment (MCI) have increased retinal vessel oxygen saturation compared to healthy. In healthy individuals, the macula has increased arteriolar and especially venular oxygen saturation. All results have been and will continue to be introduced and discussed at Icelandic and international conferences. The results have also been published in a peer reviewed journals.

These retinal oximetry measurements show the effect from different diseases on retinal metabolism and therefore help to further understand the metabolic physiology of the eye. Such information could be useful when monitoring diseases and their progression such as in glaucoma and even MCI.

Heiti verkefnis: Laser skanna augnbotnamyndavéla súrefnismælingar í æðahimnu í gláku og aldursbundinni hrörnun í augnbotnum -ný tæknileg nálgun- /Scanning Laser Ophthalmoscope Choroidal Oximetry in Glaucoma and Age-Related Macular Degeneration -A New Approach-
Verkefnisstjóri: Ólöf Birna Ólafsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Rannsóknarstöðustyrkur
Styrktímabil: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 11,920 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152539

Þetta vefsvæði byggir á Eplica