Þróun og prófun á gagnvirkri hjálparaðferð við meðferðarákvarðanatöku sjúklinga sem nýlega hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

18.1.2019

Nokkrar meðferðarleiðir eru í boði við staðbundnu blöðruhálskirtilskrabbameini (BHKK), það er virkt eftirlit, skurðaðgerð og geislameðferð. Lífslíkur eru sambærilegar óháð því hvaða meðferð valin er og því reynist mönnum oft erfitt að ákveða meðferðarleið. Einnig eru aukaverkanir sem fylgja meðferðarleiðunum ólíkar og misalvarlegar. 

Að velja meðferðarleið veldur streitu og vanlíðan sem getur valdið því að ákvörðun um meðferðarleið er ekki nægjanlega ígrunduð og margir sjá eftir ákvörðuninni vegna aukaverkana sem geta fylgt meðferð. Markmið rannsóknarinnar er að prófa gagnvirkt tæki sem veitir upplýsingar og markvissa aðstoð við ákvörðun um meðferðarleið við staðbundnu BHKK. Ákvörðunartækinu er ætlað að aðstoða karlmenn með staðbundið BHKK að meta þá kosti sem þeir hafa. Rannsóknin mun auka þekkingu á ákvörðunartækjum og ef tækið reynist vel þá er auðvelt að miðla þekkingunni og nýta innan heilbrigðisþjónustunnar.

English:

Patients with early-stage prostate cancer disease can usually choose from several different treatment options including active surveillance (defer treatment), surgery or radical prostatectomy and radiation therapy. The challenge facing the patients in choosing between these management options is that these options generally offer comparable survival. Another complication in selecting treatment is that the duration, severity and frequency of side effects varies between management options. Patients report that the treatment decision period is distressing, that they have insufficient information and that they experience decisional regret year following treatment. Thus, prostate cancer patients with localized disease may have difficulty reaching and implementing fully-informed decisions. The overarching goal of the proposed research is, therefore, to address this serious problem by developing and testing, in a randomized clinical trial (RCT), a web-based decision-aid intervention to assist prostate cancer patients with localized disease with their treatment decisions. The findings from the clinical trial may have major public health impact as if this intervention is successful can be easily disseminated and readily applied to a broad range of health interventions to aid management decision making in other areas.

Heiti verkefnis: Þróun og prófun á gagnvirkri hjálparaðferð við meðferðar ákvarðanatöku sjúklinga sem nýlega hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein/ Developing and Testing an Interactive Decision Aid for Newly Diagnosed Prostate Cancer Patients
Verkefnisstjóri: Heiðdís B. Valdimarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 29,714 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:  141490

Þetta vefsvæði byggir á Eplica