Rafrænn upplýsingafundur um Marie Skłodowska-Curie áætlunina

15.3.2021

Rannís vekur athygli á rafrænum upplýsingafundi þar sem veittar verða upplýsingar um nýju Marie Skłodowska-Curie áætlunina þann 23. mars nk. kl. 8:00 til 11:30.

Farið verður yfir nýjar reglur og breytingar á áætluninni. Viðburðurinn er opinn öllum, en markhópur upplýsingadagsins eru rannsóknastjórar og vísindafólk háskóla, rannsóknastofnana og rannsóknafyrirtækja. 

Nánari upplýsingar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica