Úthlutun úr Loftslagssjóði 2021

24.3.2021

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 158 umsóknir í Loftslagssjóð og voru 24 þeirra styrktar eða um 15% umsókna. 

Alls bárust 158 umsóknir í sjóðinn, 86 umsóknir um nýsköpunarverkefni og 72 umsóknir um kynningar- og fræðsluverkefni. Sótt var alls um 1.1 milljarð króna. Ákveðið var að styrkja 24 verkefni, fyrir allt að 170.250 þús. kr. 

Alls voru 12 nýsköpunarverkefni styrkt og 12 kynningar- og fræðsluverkefni, sjá lista hér fyrir neðan.

Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

Svör hafa verið send á netföng verkefnisstjóra.

Nánari upplýsingar um verkefnin

Nýsköpunarverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Umsótt upphæð (þús. kr.)
AlSiment umhverfisvænn arftaki sements Gerosion ehf. 9.836
Bokashi fyrir sveitarfélög, ný umhverfisvæn nálgun í úrgangsmálum Jarðgerðarfélagið ehf. 10.000
Food waste reduction through data science innovation and impact awareness GreenBytes ehf. 10.000
Hermun vatnafars og losunar gróðurhúsalofttegunda í votlendi og framræstu landi Vatnaskil ehf. 10.000
Humble – Smáforrit gegn matarsóun Humble ehf. 9.720
Kolefnisforði og CO2 flæði úr jarðvegi - samstarfsverkefni um vöktun á völdum landgerðum Náttúrustofa Suðausturlands ses. 8.587
Koltvísýringur mældur með flygildi Neskortes ehf. 3.935
Matarspor Efla hf. 2.880
Skrokk- og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu Íslensk NýOrka 10.000
Vetniskeðjan Vetnis ehf. 10.000
Vísindaferðaþjónusta – nýr vettvangur fyrir öflun og miðlun þekkingar um loftslagsmál Þorvarður Árnason 10.000
Þurrkun á timbri með jarðvarma Skógræktin 4.056

Kynningar- og fræðsluverkefni

Heiti verkefnis Aðalumsækjandi Umsótt upphæð (þús. kr.)
Connecting Loops - Roaming Repair Café Reykjavík Tool Library ehf. 5.317
Explain it to me Íris Indriðadóttir 160
Full Steam Ahead Bless Bless Productions sf. 5.321
Grænir frumkvöðlar framtíðar Matís ohf. 9.940
Leggjum línurnar Finnur Ingimarsson 2.508
Lífverðir loftslagsins - Menntaverkefni um loftslagsmál Katrín Magnúsdóttir 10.000
Loftslagsleiðtoginn: fræðsla, leiðangur og leiðtogaþjálfun Vilborg Gissurardóttir 9.987
North Atlantic Triennial Listasafn Reykjavíkur 10.000
Ormhildur the Brave - A climate fiction Compass ehf. 5.400
Strætóskólinn Orkusetur 1.300
Upplýsingapakki um loftslagsmál Ungir umhverfissinnar 1.303
Veðurgögn og vísindalæsi Belgingur, reiknistofa í veðurfræði ehf. 10.000

Birt með fyrirvara um villur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica