Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum

2.3.2021

Uppbyggingarsjóður EES í Portúgal auglýsir eftir umsóknum frá samstarfsaðilum í Portúgal og á Íslandi, Noregi og/eða Liechtenstein á sviði blás hagvaxtar.

  • EEA-grants

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóðs EES í Portúgal í flokknum "Blue Growth" – viðskiptaþróun, nýsköpun og lítil og meðalstór fyrirtæki í bláa hagkerfinu. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2021.

Markmið styrkjanna er að auka verðmætasköpun og stuðla að sjálfbærni í bláa hagkerfinu og verður úthlutunin með sérstaka áherslu á fjármögnun fyrirtækja til að þróa, innleiða og markaðssetja nýstárlegar vörur og tækni.

Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er €12.840.134.

- Hámarksstærð verkefna er €1.000.000

- Lágmarksstærð verkefna er €200.000

- Hámarkshlutfall styrks af heildarkostnaði verkefna er 70% af heildarhæfum verkefniskostnaði.

Nánari upplýsingar

Uppbyggingasjóði EES er ætlað að styrkja samstarf EES ríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs við 15 móttökuríki.

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica