Uppbyggingarsjóður EES í Eistlandi auglýsir eftir umsóknum

25.3.2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð EES í samstarfi við Eistland á sviði háskólamenntunar.

  • EEA-grants

Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi háskóla í Eistlandi og á Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Umsóknarfrestur er til 10. Maí 2021 og er heildarfjármagn til úthlutunar árið 2021 eru 400,500 evrur.

Hægt er að sækja um:

  1.  Samstarfsverkefni – þau eru 12-24 mánuði að lengd og fá fjármögnun á bilinu 10 000 til 150 000 EUR. Markmið samstarfsverkefnanna er að stuðla að þróun námskrár og / eða kennsluefnis, efla samstarf við atvinnulíf eða innleiða nýjar kennsluaðferðir, einnig að gera nemendum kleift að fara í stutt stúdentaskipti eða starfsfólk að fara í starfsmannaskipti. Verkefnin verða að vera að lágmarki með tvo samstarfsaðila: einn frá Eistlandi og hinn frá Íslandi, Liechtenstein eða Noregi. Einnig er hægt að sækja um undirbúningsstyrki sem eru ferðastyrkir, en tilgangurinn með undirbúningsstyrkjum er að auðvelda leit að samstarfsaðilum og undirbúning og þróun umsókna í uppbyggingasjóð EES fyrir komandi umsóknarfresti.
  2. Stúdenta- og starfsmannaskipti og starfsþróun starfsfólks á milli háskóla í Eistlandi og á Íslandi, Liechtenstein og Noregi. Hægt er að sækja um að taka þátt í fagtengdum námskeiðum eða vinnustofum, starfskynningum (job shadowing), eða skipulögðum heimsóknum til samstarfsháskóla. Háskólakennarar geta einnig sótt um styrki til að sinna gestakennslu hjá samstarfsháskóla. Lágmarks dvöl eru 3 dagar (auk ferðadaga) og allt að til vikur. Markmiðið er að auka hæfni og færni þeirra einstaklinga sem taka þátt. Að auka gæði háskólanáms og bjóða upp á fjölbreyttari námsmöguleika.

Mikilvægt er að skýr tenging sé við stefnu og markmið háskólanna.

Nánari upplýsingar: Call_for_proposals_2021.pdf (archimedes.ee)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica