Góð uppskera Íslendinga á síðustu sjö árum í Creative Europe

3.3.2021

Núverandi tímabil Creative Europe (2014-2020) er að ljúka. Í MEDIA hlutanum hefur árangur Íslendinga verið framúrskarandi en alls hefur rúmlega 1,3 milljarður ISK runnið til íslenskrar kvikmyndagerðar á þessu tímabili. Úr menningarhlutanum hefur íslenskum menningarstofnunum og félögum verið úthlutað rúmlega 170 milljónum ISK á sl. sjö árum.

Creative Euorope /MEDIA

Íslenskar kvikmyndir hafa átt góðu gengi að fagna um árabil og á síðustu árum hafa íslenskar sjónvarpsþáttaraðir orðið eftirsóttar hjá streymisveitum og sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Það er einstakt að sjá hve íslenskir kvikmyndagerðarmenn og verk þeirra eru vel metin á alþjóðamarkaði.

Árið 2020 fengu íslensk verkefni úthlutað 2.292.116€ eða 354 milljónum ISK er það frábær árangur á tímum heimsfaraldurs og í raun sá besti frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætluninni árið 1992.

Árið 2020 skiptust styrkirnir á eftirfarandi hátt:

Styrkir til framleiðslu á sjónvarpsefni

Fjórar íslenskar umsóknir bárust í sjónvarpssjóð MEDIA og fengu þrjár þeirra úthlutun upp á samtals 1.471.065€:

 • Evrópa kvikmyndir (Vesturport) fékk 500.000€ styrk fyrir sjónvarpsþáttaröðina Verbúð (Blackport)
 • Glassriver fékk 482.000€ styrk fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vitjanir (Fractures)
 • Sagafilm fékk 489.065€ styrk fyrir þáttaröðina Systrabönd

BlackPort_cover_landscape2Vitjanir

Styrkur til dreifingar á íslenskri kvikmynd

Kvikmyndin Dýrið sem Valdimar Jóhannson leikstýrði fékk 517.332€ til að dreifingar til 21 Evrópulanda. Kvikmyndin verður frumsýnd á næsta ári.

Styrkir til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda

Ellefu umsóknir voru sendar inn og fengu fjórar þeirra úthlutun upp á samtals 175.000€. 

 • Framleiðslufyrirtækið Zikzak fékk 50.000€ fyrir kvikmyndina Afturelding (Backfire)
 • Hreyfimyndasmiðjan fékk 50.000€ fyrir kvikmyndina Vera and the Third Stone 
 • Netop fékk 50.000€ fyrir kvikmyndina Northern Comfort
 • Fyrirtækið Fimp ehf. fékk 25.000€ fyrir heimildamyndina Varado – The Curse of Gold

Styrkir til kvikmyndahátíða

Kvikmyndahátiðin RIFF 2020 fékk styrk að upphæð 55.000€.

Styrkir til að sýna evrópskar myndir á Íslandi

Íslenskir dreifendur fengu styrki að upphæð 23.647€ til að sýna fimm evrópskar kvikmyndir á landinu. 

Kvikmyndirnar heita: 

 • Été 85 frönsk mynd , leikstóri Francois Ozon
 • Nowhere Special frá ítalíu og er leikstjóri hennar Umberto Pasolini 
 • Charlatan leikstjóri Agnieszka Holland frá Slóvakíu
 •  Druk frá Thomas Vinterberg Danmörk og 
 • Supernova frá Írlandi, leikstjóri Harry Macqueen

Bíómiðastyrkir fyrir sýningar á evrópskum kvikmyndum á Íslandi

Fyrirtækið Myndform fékk úthlutað 32.748€ og Bíó Paradís fékk 5.324€ sem reiknast sem hlutfall af sölu bíómiða. Bíó Paradís fékk einnig 12.000€ styrk frá Europa Cinemas, en styrkur byggir á fjölda evrópskra bíómyndasýninga.

Sjá nánar í úthlutunarfrétt

Creative Europe /Menning

Við lok þessa tímabils (2014-2020) Creative Europe áætlunarinnar hafa 12 íslenskar menningarstofnanir eða félög þegið um 1,1 milljón€ í styrki til evrópskra samstarfs- menningarverkefna eða um 170 milljónir íslenskra króna.

Árið 2020 fengu þrjú samstarfsverkefni með íslenskri þátttöku úthlutað 300.000€ eða um 45 milljónir ISK.

Árið 2020 skiptust styrkirnir á eftirfarandi hátt:

 • Academy of the senses fær styrk að upphæð 72.353€
 • Reykjavík Dance Festival fær styrk að upphæð 85.000€
 • Alternance fær styrk að upphæð 140.354€

Sjá nánar í úthlutunarfrétt

Athygli er vakin á nýrri áætlun Creative Europe 2021 – 2027 sem hefst með krafti á vordögum 2021 með 50% hækkun fjárframlags til áætlunarinnar. Umsóknarfrestir verða auglýstir í maí.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica