Auglýst er eftir umsóknum í Menntarannsóknasjóð
Menntarannsóknasjóður styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, náms á framhaldsskólastigi og frístundastarfs. Umsóknarfrestur rennur út 1. október, kl. 15:00.
Markmið Menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og umbóta í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu til 2030.
Rannsóknaráherslur sjóðsins 2021 eru:
- Nám og kennsla nemenda með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn
- Skólaforðun og brotthvarf úr námi
- Nám og kennsla í náttúrugreinum, raungreinum eða tæknigreinum
Styrktarflokkar eru tveir: Verkefnisstyrkir og doktorsnemastyrkir. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel reglur Menntarannsóknasjóðs áður en hafist er handa við gerð umsóknar.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum mínar síður Rannís . Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.
Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi Rannís á vefsíðu sjóðsins .