Úthlutun úr Doktors­nema­sjóði umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins 2021

16.9.2021

Stjórn Doktorsnemasjóðs umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra doktorsnemaverkefna fyrir árið 2021. Alls bárust 8 umsóknir í sjóðinn og voru 4 þeirra styrktar eða 50% umsókna.

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar og loftlags. Sjóðurinn veitir styrki til doktorsnema á sviði náttúruvísinda.

Styrkveitingar á þessu ári nema 39.687.230 krónum, en þar sem verkefnin eru almennt til þriggja ára er heildarstyrkveiting 86.399.230 krónur.*

Heiti verkefnis UmsækjandiHáskóli
Upphæð styrks (krónur)
Alternative stable states of degraded rangeland ecosystems in a warmer world Ian KluparUniversity of Iceland-School of Engineering and Natural Sciences 29.178.000
Inorganic mineral storage of carbon dioxide in Icelandic wetland soils Tobias LinkeScience Institute-University of Iceland 8.557.500
Estimating national grassland biomass and productivity from high-resolution satellite images and machine learning algorithms Amir HamedpourAgricultural University of Iceland 19.686.250
Forest seedling production and afforestation methods - effects on quality of forest seedlings and performance in early stages of establishment Rakel Jakobína JónsdóttirAgricultural University of Iceland 28.977.480

*Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica