Uppbyggingarsjóður EES styður íslensk búlgarska samvinnu
Ideas Factory í Búlgaríu og Gullkistan, miðstöð sköpunar á Laugarvatni hafa tekið höndum saman í verkefninu: Thermo-culture: Practices in protecting the thermal culture as a matter of cultural heritage sem er stutt Uppbyggingarsjóði EES.
Ísland og Búlgaría búa yfir hvað mestri auðlegð í heitum uppsprettum í Evrópu og nýting á þeim í atvinnuskyni og til lífsgæða fyrir almenning eru sífellt til umræðu.
Níu manna hópur frá Búlgaríu heimsótti Ísland vikuna 7. - 14. apríl og kynnti sér íslenska baðmenningu. Íslenskir lista- og fræðimenn voru til aðstoðar og heimsóttu baðlaugar, heilsulindir og stofnanir sem tengjast nýtingu á jarðvarma í ólíkum myndum.
Vikuna 22. - 29. apríl fara fjórir fulltrúar á vegum Gullkistunnar til Búlgaríu í sömu erindagjörðum.
Á báðum stöðum verða flutt erindi og haldnir fundir til að ræða hugmyndir og auka skilning á gildi nýtingar heita vatnsins, til heilsueflingar og aukinna lífsgæða fyrir almenning sem og til uppbyggingar atvinnustarfsemi.
Búlgarski hópurinn dvaldi í húsnæði HÍ á Laugarvatni og þaðan var farið í leiðangra á staði sem tengjast nýtingu á jarðvarma. Fimmtudaginn 10. apríl var horft á heimildamynd um baðmenningu á Íslandi í húsakynnum HÍ á Laugarvatni og farið verður yfir verkefnið með erindum og opnum umræðum.
Mánudaginn 14. apríl var óformlegur fundur í heitu pottunum við Sundhöll Reykjavíkur þar sem tekið var spjall við sundlaugargesti.