Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2026
Umsóknarfrestur er 13. júní nk. klukkan 15:00.
Rannsóknasjóður er opinn samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja vísindarannsóknir og rannsóknartengt framhaldsnám. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi og skilgreind rannsóknarverkefni sem efla stöðu vísindastarfs á Íslandi.
Umsóknarfrestur er 13. júní nk. kl. 15:00.
Umsækjendur eru beðnir um að kynna sér vel reglur Rannsóknasjóðs fyrir styrkárið 2026 áður en hafist er handa við gerð umsóknar.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Umsóknir og umsóknargögn skulu vera á ensku.
Nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi má nálgast á vefsíðu Rannsóknasjóðs.