Orkuskipti – CET samfjármögnun 2025

6.5.2025

Auglýst er eftir umsóknum í tengslum við orkuskipti. Orkuskiptin eru lykilatriði í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og til að ná markmiðum okkar þarf samhent átak.

Samfjármögnunin Clean Energy Transition Partnership (CETP) auglýsir nú í fjórða sinn eftir umsóknum í verkefni tengd orkuskiptum.

Kallið er tveggja þrepa og eru nokkrir umsóknaflokkar í boði (e. Call Modules). Ísland tekur þátt flokkum 4 – 7.

Verkefnin eru á fjölbreyttum sviðum orkuskipta og verða meðal annars styrkt verkefni  sem tengjast tækni, lausnum og kerfum sem hraða grænni umbreytingu.

Opnað verður fyrir umsóknir þann 11. júní 2025 og lokar þann 9. október 2025 (fyrra þrep).

Nánari upplýsingar um kallið

Kynningarviðburður CETP 2025:

28. maí – farið verður yfir kallið, tækifæri og hvernig hægt er að finna samstarfsaðila.
Nánar um viðburðinn og hlekkur á streymi

Öll sem hafa áhuga á rannsókna- og nýsköpunarverkefnum á sviði orkuskipta eru hvött að kynna sér kallið og taka þátt í viðburðinum þann 28. maí.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica