Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Markáætlun um náttúruvá
Um nýja markáætlun er að ræða og verður umsóknarfrestur auglýstur síðar.
Stjórn Markáætlunar um náttúruvá leggur áherslu á að styrkja rannsóknir, þróun og hagnýtingu sem tengjast náttúruvá í víðu samhengi. Við ákvörðun áherslna fyrir markáætlun um náttúruvá var m.a. stuðst við fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum.
Að neðan eru dæmi um möguleg verkefni sem falla að þessum áherslum (upptalningin er ekki tæmandi):
Verkefni sem efla þekkingu og bæta getu til að spá fyrir um náttúruvá, þ.á.m. eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð, aurskriður, jökulhlaup, fárviðri, kulda og flóð í sjó, ám og vötnum, gróðurelda eða smitfaraldra.
Verkefni sem efla viðbragðsþol (e. resilience) gagnvart náttúruvá. Undir þennan flokk falla m.a. verkefni sem lúta að forvörnum, eftirfylgni, mótvægis- og aðlögunaraðgerðum, áhættustýringu, samfélags-, heilsufars- og menningarlegum áhrifum náttúruvár og stefnumótun.