Barnamenningarsjóður úthlutar styrkjum til 47 verkefna árið 2025
Sjóðurinn styrkir 47 metnaðarfull verkefni og er heildarupphæð úthlutunarinnar 100,2 milljónir króna.
Alls bárust 138 umsóknir og heildarupphæð sem sótt var um er 448,8 milljónir króna. Úthlutun var tilkynnt við athöfn í Höfuðstöðinni á Degi barnsins, sunnudaginn 25. maí 2025.
Logi Einarsson menningarmálaráðherra og Guðný Hilmarsdóttir formaður stjórnar Barnamenningarsjóðs ávörpuðu fulltrúa verkefnanna af þessu tilefni og Lúðrasveit Austurbæjar skipuð grunnskólabörnum léku nokkur lög við upphaf athafnar.
Þriggja
manna fagráð fjallaði um umsóknirnar og menningarráðherra samþykkti tillögu
stjórnar sjóðsins.
Hæstu styrkina í ár, fá þrjár barnamenningarhátíðir á
landsbyggðinni, 5,5 milljónir hver þeirra : Barnamenningarhátíðin Þræðir á
Austurlandi, Púkinn, Hafið og Sólmyrkvinn á Vestfjörðum og Barnamenningarhátíð
Vesturlands 2025. Næsthæsta styrkinn fær Pera Óperukollektif, 5 milljónir fyrir barnadagskrá með virkri
þátttöku barna á Óperdögum og þriðja hæsta styrkinn fær Assitej samtök um
leikhús fyrir unga áhorfendur fyrir alþjóðlegu sviðslistahátíðina UNGI 2027.
Styrkhafar Barnamenningarsjóðs 2025
*Birt með fyrirvara um innsláttarvillu
Umsækjandi | Titill | Úthlutuð upphæð |
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi | Barnamenningarhátíð Vesturlands 2025 | 5.500.000 kr |
Austurbrú ses. | Þræðir | 5.500.000 kr |
Vestfjarðastofa ses. | Púkinn, hafið og sólmyrkvinn | 5.500.000 kr |
Pera Óperukollektíf, félagasamtök. | Óperu- og söngverkefni á Óperudögum 2025 | 5.000.000 kr |
ASSITEJ á Íslandi - samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur. | UNGI alþjóðleg Sviðslistahátíð - fyrir börn og með börnum | 4.000.000 kr |
Reykjavíkurborg | BIg Bang tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur | 4.000.000 kr |
Flóra menningarhús ehf. | Heimsfurðu land - skapandi smiðjur í Sigurhæðum | 3.555.000 kr |
Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildarmynda, félagasamtök | Skjaldbakan | 3.500.000 kr |
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús | Heimstónlist í Hörpu: Barnamenning án landamæra | 3.100.000 kr |
Reykjavíkurborg | Leikskólaverkefnið - | 3.100.000 kr |
Reykjanesbær | Listavaki barna, hjá Listasafni Reykjanesbæjar | 3.000.000 kr |
Dansverkstæðið | Barna- og fjölskyldudagskrá á Dansverkstæðinu | 3.000.000 kr |
Trúðavaktin, félagasamtök | Trúðavaktin, íslensku sjúkrahústrúðarnir. | 3.000.000 kr |
Þekkingarnet Þingeyinga | Hljómverksmiðjan: Skapandi hljóðfærasmíði | 3.000.000 kr |
Heimili kvikmyndanna - Bíó Paradís |
Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2025 |
3.000.000 kr |
Barokkbandið Brák slf. |
Barnamenning á Reykjavík Early Music Festival 2026 |
3.000.000 kr |
Sögusmiður ehf. | Svakalega sögusmiðjan - Tímarit eftir börn, fyrir börn | 2.950.000 kr |
Sögur - samstarf um barnamenningu | Sögur - Skapandi skrif og Sögur - Verðlaunahátíð barnanna | 2.790.000 kr |
Katerina Blahutová | Sæskrímslabúrið | 2.500.000 kr |
Hagsmunasamtök barna á Húsavík | Framtíðin er okkar - Bæjarstæði barnanna | 2.430.000 kr |
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra | Táknmálseyja - Riddarar kærleikans | 2.410.000 kr |
Tónhylur | Ungir lagahöfundar um allt land | 2.000.000 kr |
Tónagull ehf. | Barnatónlist og fjölmenning -Fjölmenningarlegar tónlistarstundir fyrir fjölskyldur ungra barna | 2.000.000 kr |
Barnadjass, félagasamtök | Barnadjass og Jazz-hátíð Reykjavíkur taka höndum saman | 2.000.000 kr |
Stefan Sand | Dýrin á Fróni | 2.000.000 kr |
Fjarðabyggð | Valdeflandi listasmiðjur í Fjarðabyggð | 1.835.000 kr |
Reykjanesbær | BAUN; barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ | 1.500.000 kr |
Icelandic Queer Festival, félagasamtök |
Ungmennadagur - Hinsegin kvikmyndadagar í Bíó Paradís. |
1.400.000 kr |
Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. | Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna | 1.230.000 kr |
Hrefnutangi slf. | Blái hnötturinn og Stórsveit Reykjavíkur | 1.160.000 kr |
Sauðfjársetur á Ströndum ses | Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2025 | 1.000.000 kr |
Ísafjarðarbær | Safnahúsið okkar | 990.000 kr |
Við Djúpið,félag | Barna- og ungmennadagskrá tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið | 985.000 kr |
Borgarbókasafn Reykjavíkur | Bókaklúbbur í poka - barnamenning | 834.000 kr |
Hafnarfjarðarkaupstaður | Heimar og himingeimar | 780.000 kr |
Sumartónleikar Skálholtskirkju | Barnamenningarhátíð 50 ára afmælis Sumartónleikana í Skálholti | 700.000 kr |
Tónskáldafélag Íslands | Tónlist sem tölvuleikur | 700.000 kr |
Borgarbyggð | Samvera í Safnahúsi | 690.000 kr |
HB Geisli slf. | Endursýning - listrænar vinnusmiðjur | 685.000 kr |
Amtsbókasafnið á Akureyri | Sumarfjör 2025 | 670.000 kr |
Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi | Stíll - Hönnunarkeppni ungs fólks | 500.000 kr |
Kópavogsbær | Sögustundir og töfraheimur ævintýranna | 500.000 kr |
Borgarbókasafn Reykjavíkur | Lestrarhátíð - barnamenning | 500.000 kr |
Læti!, félagasamtök | Raftónlistarbúðir í Breiðholti fyrir kvenkyns, kynsegin, trans og intersex ungmenni | 500.000 kr |
Alþjóðlega tónlistar-akademian í Hörpu | HIMA 2025 | 500.000 kr |
Emma Louise Sanderson | Fjallabyggð Kids Mural Workshop | 400.000 kr |
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf. | Bátadagar barnanna á Báta- og hlunnindasafninu | 330.000 kr |