Tækniþróunarsjóður

15.10.2020 : The Darken: Echoes of the End - verkefni lokið

Markmið verkefnisins var að ná beinu sambandi við núverandi notendur Theme í Bandaríkjunum og kynna rannsóknarhugbúnaðinn fyrir nýjum mögulegum notendum á núverandi og nýjum fræðisviðum.

Lesa meira

14.10.2020 : Mörkun og markaðsinnviðir MapExplorer - verkefni lokið

Markmið verkefnisins fól í sér undirbúning fyrir alþjóðlega markaðssókn Gagarín. Unnin var mörkun fyrir Astrid (MapExplorer) og vörur innan þeirrar línu ásamt vörumerkjahandbók, markaðsáætlun og hönnun og þróun nýrrar heimasíðu fyrir Gagarín. Þá var unnið kynningarefni fyrir heimasíðu og sölukynningar auk þess sem félagið tók þátt í sjö sýningum og ráðstefnum á verkefnisárinu. 

Lesa meira

14.10.2020 : Uppbygging markaðsinnviða vegna markaðssóknar eBBI - verkefni lokið

Brandr hlaut eins árs markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs (Rannís) 2019-20 fyrir verkefnið; Uppbygging markaðsinnviða vegna markaðssóknar eBBI.

Lesa meira

13.10.2020 : Fórnarfóðring fyrir háhita jarðhitaborholur - verkefni lokið

Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og þrýstingur og tærandi umhverfi. Þetta leiðir til tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum. 

Lesa meira

13.10.2020 : As Exchange – hámarksvirði upplýsinga - verkefni lokið

Undanfarin 2 ár hefur Activity Stream unnið að verkefninu AS Exchange – hámarksvirði upplýsinga með rausnarlegum stuðningi frá Tækniþróunarsjóði. 

Lesa meira

12.10.2020 : IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur - verkefni lokið

Markmið verkefnisins voru að betrumbæta, þróa og undirbúa fyrir markað litlar míkró vindtúrbínur sem eru sértaklega hannaðar fyrir fjarskipta-, eftirlits- og neyðarkerfi við krefjandi veðuraðstæður.

Lesa meira

10.10.2020 : Útrás sebrafiska í lyfjaleit - verkefni lokið

Verkefni 3Z ehf. Útrás sebrafiska í lyfjaleit hlaut nýverið markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði. Fyrirtækið hefur síðustu tvö ár unnið að því að efla markaðssetningu sína og kynna þjónustuframboð sitt á alþjóðlegum lyfjaleitarmarkaði

Lesa meira

9.10.2020 : IM Innsýn - verkefni lokið

Ný viðbót frá Mentor fyrir skólasamfélagið. Í samstarfi við Tækniþróunarsjóð hefur orðið til nýtt kerfi og ný eining innan Mentor. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica