Cybersnap - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.7.2023

Activity Stream hlaut evrópskan samvinnustyrk frá Eurostars fyrir verkefninu Cybersnap sem var unnið í samvinnu við danska fyrirtækið Remoni og búlgarska fyrirtækið Interconsult Bulgaria. 

Verkefnið gerir notendum kleift að vakta vélbúnað, mæla gildi sem geta gefið til kynna bilanir, þörf á viðhaldi eða almennt ástand vélbúnaðarins til að koma í veg fyrir alvarlegar uppákomur. Notast er við gervigreind til að læra á eðlilegar sveiflur í mælingum og greina mögulegar uppákomur og vara notandann við ef þörf er á að bregðast við ástandi véla. Gögn eru gerð aðgengileg notandanum hvort sem er í stöðluðum mælaborðum eða í gegnum API til að hægt sé að samþætta þau inn í önnur kerfi og nýta til frekari greininga.

Verkefnið gekk vel og undirstrikaði mikilvægi samvinnu og hvað fyrirtæki geta lært hvert af öðru í samvinnu eins og þeirri sem býðst í gegnum samvinnuverkefni sem þetta. Vinna við

Varan sem varð til í samvinnuverkefninu stendur nú öllum notendum ReCalc sem er boðið upp á samhliða ReMoni nemum til boða.

Verkefninu er nú lokið. 

HEITI VERKEFNIS: Cybersnap

Verkefnisstjóri: Þorbjörg Sæmundsdóttir

Styrkþegi: Activity Stream

Tegund styrks: Eurostars

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 30.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica